Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 12

Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 12
4 HEILSUVERND ar verði ekki læknaðir, fyrr en orsakir þeirra séu þekktar og þeim útrýmt. Það er sorgleg saga en sönn þó, að hin marglofuðu vís- indi eiga mikinn þátt í vexti og viðgangi hrörnunarkvill- anna. Efnisvísindin hafa beint og óbeint gefið þessum kvillum vind í seglin. Þau hafa eflt trúna á efnið, svo að það hefir viljað gleymast, að maðurinn er ekki síður and- leg en efniskend vera. Þetta má bezt marka á því, að það er hin takmarkalausa efnishyggja, sem komið hefir hverri styrjöldinni af annarri af stað síðustu hálfa öldina, og er ekki séð, nema hin þriðja sé í aðsigi. Þarna er baráttan frekar um fé og völd en um skoðanir. Ekki verður annað séð, en að hin sama efnishyggja og fégirnd ráði miklu og hafi ráðið miklu um framleiðslu hrörnunarkvillanna, sem nú sverfa fastast að menningar- þjóðunum. Það er sama fégirndin og gróðafíknin, sem stendur á bak við framleiðslu og sölu vopna og annarra drápstækja og framleiðslu á áfengi, tóbaki, ýmsum cola- nautnameðölum, hinum hvíta eiturbleikta hveitisalla, hvít- um sykri, hefluðum hrísgrjónum og öðrum spilltum mat- vælum. Og hvað er gert til að vernda heilsuna gegn árás- um allra þessara skaðlegu efna? En það er ekki vísindanna sök, þótt þau séu engu síður notuð til hermdarverka en verndarverka. Það er sök þeirra, sem með vísindin fara. Þau eru aðeins verkfæri í höndum mannanna. Rangt viðhorf vísindamanna til mannlífsins, heilbrigði og þroska og lífssælu, eiga sök á skemmdar- starfsemi, sem birtist í dvínandi viðnámi gegn næmum sem ónæmum sjúkdómum og minnkandi lifstápi. Það er engin tilviljun, að drykkjumannaættir ganga úr sér og jafnvel deyja út. Það er eðlileg afleiðing eiturnautnanna. Sama er að segja um langvarandi neyzlu dauðra og ónáttúrlegra fæðutegunda. Það að gera heilnæmar, náttúrlegar og lif- andi fæðutegundir að dauðri og deyðandi fæðu, eru skemmdarverk, sem koma niður á neytendum og afkom- endum þeirra.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.