Heilsuvernd - 01.08.1948, Qupperneq 15

Heilsuvernd - 01.08.1948, Qupperneq 15
Björn L. Jónsson: Á námskeiði hjá Are Waerland Eins og lesendum HEILSUVERNDAR er kunnugt, hefir Are Waerland, með bókum sínum, ritgerðum og fyrirlestr- um undanfarin 10 -15 ár, vakið öfluga heilsubótarhreyf- ingu í Svíþjóð. Þúsundir manna hafa samið sig að matar- æði hans og lifnaðarháttum, og enginn veit tölu þeirra, sem vaknað hafa til umhugsunar um þessi mál og breytt meira eða minna um lífsvenjur. Með hverju árinu hefir tala þeirra manna aukizt, sem leitað hafa til Waerlands eða samstarfsmanna hans, munn- lega eða bréflega, um ráð við hinum og þessum sjúkdóm- um. Vegna annarra starfa hefir Waerland orðið að vísa flestum slíkum tilmælum á bug hin síðari árin, og er hon- um fyrir löngu orðin ljós nauðsyn þess, að sjúkir menn og aðrir, hvar sem er í Svíþjóð, er vilja breyta lífsháttum sínum í samræmi við kenningar hans, eigi þess kost að ráðgast um við einhvern, sem hafi kynnt sér rækilega að- ferðir hans, undir handleiðslu hans sjálfs. 1 þessu skyni efndi hann til námskeiðs þess, sem getið var um í síðasta hefti og sagt verður frá hér á eftir. Námskeið þetta var haldið 1. -15. ágúst í lýðháskóla hjá þorpinu Jákobsberg, sem liggur hálftíma járnbrautarferð norðvestur af Stokkhólmi. Á námskeiðið voru teknir þeir

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.