Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 20

Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 20
12 HEILSUVERND farið yfir ritgerðirnar, sendir hann þeim, sem hann telur hæfa, skírteini þess efnis, að hann heimili þeim að veita leiðbeiningar í samræmi við stefnu hans og kenningar. Það er hugsanlegt, að menn, sem hafa kynnt sér rit Waer- lands af einhverju handahófi, leggi það fyrir sig að gefa sjúkum mönnum ráð, og getur það verið varasamt, bæði fyrir sjúklinginn og komið óorði á kenningar Waerlands, ef illa tekst til. En skírteini þau, sem nefnd voru, eru sjúklingnum trygging fyrir því, að handhafi þess hafi kynnt sér aðferðir Waerlands frá fyrstu hendi. Waerland lagði mikla áherslu á það, að gæta yrði mjög mikillar var- úðar, einkum þegar um alvarlega sjúkdóma væri að ræða, og yrði þá að krefjast þess, að sjúklingurinn stæði stöðugt undir lækniseftirliti. Það var og tekið fram, að enginn mætti taka þóknun fyrir aðstoð þá, sem kynni að verða veitt, né líta á sig sem lækni, heldur aðeins sem leið- beinanda. Hugmynd Waerlands er að halda slíkt námskeið á hverju ári, og verður þess þá ekki langt að bíða, að hver bær og hver sveit í Svíþjóð hafi einn eða fleiri „kunnáttu- menn“ á þessu sviði innan sinna vébanda. Síðasta kvöldið var haldin skilnaðarsamkoma. Þar var þeim Waerland og konu hans færðar gjafir og flutt ávörp, ræður og mörg falleg frumsamin kvæði. Einn nemandinn sýndi skuggamyndir, landslagsmyndir í litum, teknar af honum sjálfum, og jafnframt las hann kvæði, ritningar- greinar o. s. frv., og stundum var leikið undir á píanó. Eru þetta einhverjar þær gullfallegustu myndir og einhver hin hugðnæmasta myndasýning, sem eg hefi séð. Þarna flutti Waerland eina af sínum afburðasnjöllu ræðum. Margir þeirra — eða flestir — sem námskeiðið sóttu, höfðu tekið út sinn skerf af sjúkdómum og þjáningum, þótt ungir væru. En samt kom það berlega í ljós, að það var ekki af umhyggju einni fyrir munni og maga eða líkam- legri heilbrigði, sem þeir voru þarna komnir. „Waerlandism- inn“ er annað og meira en kenning um það, hvernig menn eiga að borða og halda líkama sínum heilbrigðum. Hann

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.