Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 24

Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 24
16 HEILSUVERND í stóru leikhúsi, m. a. til þess að fá samanburð á henni og öðrum íþróttum, svo sem hnefaleik og frjálsri glímu (catch- as-catch-can). Við reyndum við marga sterka menn og unnum þá alla. Árið 1908 var heróp Engiendinga með kyndil ólympíu- eldsins í fararbroddi: Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Undir því merki átti enska heimsveldið að vinna sigur á ómenningunni, sleninu og sjúkdómunum um ókomin ár. G. E.: En hver er útkoman að þínu áliti? S. P.: Útkoman — árangurinn meinar þú? Hann er að mínu áliti mjög lélegur. Líkamsþrekið er mjög takmarkað. Um heilbrigði sálarlífsins er það sama að segja, því að það er ekki hægt að rækta heilbrigða sál í vesölum, eitruðum og spilltum líkama. G. E.: Hvað finnst þér aðallega að? S. P: Að mínu áliti er það næringin, sem mest er á- bótavant. Hún er svo léleg, að líkamsþrekið er í mikiili aft- urför. Þetta hafa leiðandi menn þjóðarinnar séð — og verð- ur gaman að fylgjast með þeirri breytingu, sem verður. G. E.: Hvert er álit þitt um afrek íþróttamanna okkar í London? S. P.: Þú setur mig í laglegan gapastokk, kunningi, með þessari spurningu. En af því að eg hefi fylgzt með íþróttaæfingum þátttakenda s. 1. vetur, öllum undirbúningn- um, kostnaði öllum við þjálfunina, kennurunum, nuddlækn- unum o. fl., sem við áttum ekki kost á að njóta í gamla daga, þá vil eg reyna að svara þér. Þá var enginn baðstaður til nema sjórinn, og hann notuðum við. Og þegar við kom- um til útlanda, þá þótti okkur þeirra sundlaugar heitar. Nú fara sundmenn okkar héðan, og þeir kvarta yfir því, að sundlaugarnar í London hafi verið þeim hættulega kaldar! Eg álít, að þetta sé sundþjálfurunum að kenna, því að þeir áttu að vita um hita sundlauganna erlendis, af fyrri reynslu sinni. — . Eg baðaði mig tvisvar á dag i þessu „kalda“ vatni, og leið mér ágætlega. Eg fer nefnilega inn í Skerjafjörð og baða

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.