Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 26

Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 26
18 HEILSUVERND daglega. Eg hafði með mér íslenzkt smjör, ost og rúgbrauð, og neytti þess meðan það entist; svo keypti eg mér kartöfl- ur og át þær hráar — með skræling — og varð gott af. Eg fékk gulrófur, grænar baunir, salat, blómkál, epli, per- ur, lauk, ,,grapefruit“ — allt nýtt — og eg lifði fínu lífi — eg svalt ekki. Eg saknaði mest súrmjólkurinnar, nýmjólkurinnar og krúskunnar, en það nota eg daglega hér. G. E.: Fékkst ekki mjólk í London? S. P.: Nýmjólk er enga eða litla að fá í Englandi, því að hana drekka kálfarnir mestalla á enskum búgörðum. Englendingar halda að kjötið sé svo mikils virði fyrir nær- ingu líkamans, jafnvel meira virði en nýmjólkin. G. E.: Þú telur mjólkina mikinn orkugjafa? S. P.: Mín reynsla er sú, að nýmjólk og súrmjólk sé einhver sú bezta næring, sem fáanleg er, til viðhalds og til styrktar líkamanum. Ef íþróttamenn okkar notuðu þessa dýrmætu næringu á- samt þorskalýsi, rúgbrauði, heilhveitibrauði, krúsku, kart- öflum með hýðinu, lauk, gulrófum, íslenzku smjöri, osti og allskonar grænmeti, þá mundu þeir verða svo sterkir og þolgóðir, að þeir sköruðu fljótt fram úr flestum þjóðum í líkamsþrekraunum. G. E.: Þá vantaði kjöt — meira kjöt — í London. S. P.: Þeir kenndu því um, að þeir urðu á eftir, að þá vantaði kjöt — þess vegna hafi þeir tapað. Eg skil það svo, að nú þegar þeir geta fengið svo mikið af kjöti sem þeir óska eftir, þá verði þeir brátt svo sterkir og þolgóðir, að þeir slái öll ólympíumet mjög bráðlega. — Þá verða allir ánægðir! En ef þetta tekst ekki, þá verða þeir neyddir til þess að taka alvarlega til athugunar breytingar á mataræði því, sem er viðurkennt af vísinda- og fræðimönnum að sé hin rétta fæða. En eg hefi sannfærst um það, sem áhorfandi ólympíu- leikjanna í London nú, að þetta eru alveg rangar kenningar

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.