Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 27

Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 27
HEILSUVERND 19 og röng fræðsla. Og öll íslenzka þjóðin hefir heyrt um þau raunalegu sannindi, að íþróttamenn okkar eru í þeim flokki, sem var einna lakastur að líkamsþreki, af þeim 59 þjóðum, sem sóttu ólympíuleikina í London 1948. Eg álít, að förin til London hafi verið farin m. a. til þess að fá úr því skorið, á hvaða stigi við værum í líkamsrækt og líkamsþreki, sam- anborið við aðrar þjóðir. Nú vitum við það. Og nú er að taka upp nýtt starf með breyttum aðferðum, svo að hér vaxi ekki upp skræfur, heldur vel hraust þjóð, sem getur sagt með sanni: Island fyrir Islendinga! G. E.: Gekkst þú ekki að sið forfeðra okkar á konungs- fund? S. P.: Nei, ekki að þessu sinni. En eg dvaldi með 60 Islendingum undir forustu Guðjóns Einarssonar á Green Park Hotel — og þeir eru allir af konungakyni. G. E.: Þú sagðir áðan, að þú værir gamall og elliær, en fyrir mér lítur þú út sem ungur maður. S. P.: Það er sökum þess, að eg lifi á kjarngóðri fæðu, og eg hefi hreint blóð í æðum, sem eg hefi fengið af því að nota Álann. — Hann útrýmir sýklunum úr blóði mann- anna. — Hann losar kvefið, hálsbólguna og ýmsar bólgur í líkamanum og rekur út berklana. G. E.: Eg þakka þér, Sigurjón, fyrir þinn hlut í þessum íþróttaþætti. Þú hefir þínar sérskoðanir og lætur þær í ljós af einlægni og með festu, sem hefir verið þitt aðals- merki gegnum árin. NÝJAR FÉLAGSDEILDIR. Sunnud. 25. april var stofnuð deild í Ólafsfirði. Voru stofnendur 38, en síðan hefir félagsmönnum fjölgað um helming. 1 stjórn eru: Formaður Kristinn Pálsson, verkamaður. Meðstjórnendur: Ágúst Jónsson, byggingam., Gunnlaugur Jónsson, framkvstj., frú Sigríður Pálmadóttir og frú Sumarrós Sigurðardóttir. Þá hefir verið ákveðið að stofna deild á Sauðárkróki.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.