Heilsuvernd - 01.08.1948, Síða 30

Heilsuvernd - 01.08.1948, Síða 30
22 HEILSUVERND Árangrinum lýsir Sir Albert þannig í „The Empire Cotton Growing Review“, Vol. XIII: „Á árunum 1910 til 1931 gerði eg athuganir á áhrifum fóðursins á mótstöðuafl húsdýra gegn smitandi sjúkdóm- um, svo sem nautapest („rinderpest"), gin- og klaufaveiki „septicaemia" o. s. frv., sem oft höfðu í för með sér niður- skurð í heilum héruðum. Engin þeirra húsdýra, sem tilraun- ir mínar náðu yfir, voru einangruð eða bólusett. Þvert á móti lét eg þau ganga frjáls innan um meira og minna sjúka gripi úr nágrenninu, og þrátt fyrir það sýktust þau aldrei. Skepnurnar mínar reyndust gersamlega ónæmar fyrir öllum þeim sjúkdómum, sem herjuðu miskunnarlaust á búfénað nágrannanna. Þetta sýnir, að af réttri meðferð jarðvegsins leiðir heil- brigðan gróður, og af honum verða dýrin svo fullkomlega hraust og heilbrigð, að segja má, að þau verði með öllu ó- móttcekileg fyrir hverskonar smitandi sjúkdóma.“ Þetta á ekki aðeins við þá sjúkdóma, sem orsakast af bakteríum, heldur einnig hina skæðu virussjúkdóma. Sir Albert hefir ekki haft tök á því að láta tilraunir sínar ná til manna. En rökrétt hugsun segir okkur, að ræktunar- aðferðir, sem megni að varðveita húsdýrin okkar frá hin- um skæðustu drepsóttum og hverskonar sjúkdómum, hljóti að verka í svipaða átt, ef þeim er beitt við ræktun á græn- meti og öðrum jurtum til manneldis. Og sterka staðfestingu á þeirri skoðun finnum við einmitt í rannsóknum McCarri- sons á heilsufari Húnsabúa í Norður-Indlandi (sjá HEILSU- VERND, 3. hefti 1946). Þeir nota svipaðar ræktunaraðferð- ir og Sir Albert reyndust beztar, og þar þekkjast varla eða ekki hinir venjulegu sjúkdómar menningarþjóðanna, hvorki næmir né óríæmir. Hið mikla vandamál um orsakir og útrýmingu sjúkdóm- anna liggur nú ljóst fyrir: Sjúkdómar í jurtum, dýrum og mönnum eiga eina allsherjar orsök: ófullkomna næringu vegna rangra ræktunar- og fóðrunaraðferða og annarra óheppilegra lífsskilyrða. Og eina leiðin til útrýmingar sjúk-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.