Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 37

Heilsuvernd - 01.08.1948, Page 37
HEILSUVERND 29 um og rótarávöxtum, aðallega í hýðinu, mjólk og ölgeri, og í minna mæli í stönglum og blöðurn jurta. 1 kjöt- og feit- meti er lítið af þessum efnum, einnig í aldinum, nema þá helzt í hýði þeirra. Hýðissvipting á korni og kartöflum og öðrum rótarávöxtum rænir okkur megninu af þessum efn- um. I safa úr grænmeti er mikið af þeim, en lítið í aldin- safa. Þá eyðileggjast þau í mjöli við geymslu. Það er og eftirtektarvert, að áfengi og nikótín virðast eyðileggja á- hrif þessara efna í líkamanum. Hinn heimsfrægi næringarfræðingur, prófessor Werner Kollath, sem rannsakað hefir þessi nýfundnu efni, skýrir svo frá, að vöntun þessara efna í fæðunni hafi í för með sér seinkun á efnaskiptum líkamans og ýmsa sjúkdóma eða súkdómseinkenni, svo sem ellisjúkdóma, tannskemmd- ir, æðakölkun, rýrnun á starfshæfni nýrna og lungna, aukna viðkvæmni fyrir æxlismyndun (krabbameini) og berklum, breytingar á bakteríugróðri í munni og melt- ingarfærum og aukna hættu á eitrun líkamans vegna rotn- unar í ristli. Fjörefnagjöf hefir engin áhrif. Próf. Kollath telur það engum vafa bundið, að flestir sjúkdómar menningarþjóðanna stafi af því, að við borð- um of mikið af fæðutegundum, sem með suðu eða öðrum aðferðum hafa verið sviptar fjörefnum, steinefnum og öðr- um nauðsynlegum næringarefnum. Vafalaust munu margir fagna fundi þessara efna sem nýjum og mikilvægum sigri á sviði næringarfræðinnar og heilsufræðinnar. Og verði þessi uppgötvun til þess, að nær- ingarfræðingar og læknar almennt viðurkenni og brýni fyrir fólki nauðsyn þess, að leggja sér aðallega til munns óspilltar og náttúrlegar, lifandi fæðutegundir og leita þar allra steinefna, fjörefna, efnakljúfa, auxona og annarra nauðsynlegra næringarefna, þá er hún vissulega stórsigur. Sjái læknar og almenningur hinsvegar ekki annað í þess- um efnum en meðal eða læknislyf, sem hægt sé að taka inn í pillum eða sprautum við vissum sjúkdómseinkennum, þá er bara haldið áfram hinni ófrjóu aðferð, að kljúfa ein-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.