Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 40

Heilsuvernd - 01.08.1948, Side 40
32 HEILSUVERND fundi NLFÍ og þarf til breytinganna samþykki 2/3 hluta mættra félagsmanna. 13. gr. Fyrsta sjóðsstjórn skal leita staðfestingar ríkisstjóra á skipulagsskrá þessari. Skipulagsskráin var samþykkt á aðalfundi NLFl 19. marz 1944 og birtist i B-deild Stjórnartíðinda 1944, bls. 111. Hér birtist hún með þeim breytingum, sem gerðar voru á henni á aðalfundi félagsins 29. apríl 1948 og nánar er sagt frá i síðasta hefti. FRÆÐSLUKVIKMYNDIR. Félagið hefir nú eignazt nokkrar fræðslukvikmyndir um manns- likamann og störf hans. Verða þær sýndar í vetur á fundum félags- ins í Reykjavík og síðan sendar til deildanna úti um land. Fyrir nokkru var tekin i Svíþjóð kvikmynd, sem sýnir daglega lifnaðarhætti Waerlands og fleira, er snertir verndun heilsunnar. Að sjálfsögðu leikur Waerland sjálfur aðaihlutverkið í myndinni. Hún hefir nú verið sýnd viða um Svíþjóð við mikla aðsókn og hrifningu. Björn L. Jónsson fékk því til leiðar komið í utanför sinni í sumar, að myndin verður lánuð NLFÍ á næsta ári, þótt eftirspurn sé mikil eftir henni í Svíþjóð enn. KARTÖFLULUMMUR. 5 bollum af hráum, rifnum kartöflum er blandað saman við 1 bolla af heilhveitimjöli, lítið eitt af sykri og smátt saxaðan lauk og hrært saman við mjólk. Úr deiginu eru steiktar þunnar lummur, sem borða skal heitar með aldinmauki. KARTÖFLUVATN. Nokkrar kartöflur eru burstaðar eða þvegnar vandlega, sneiddar niður með hýðinu í % cm. þykkar sneiðar og köldu vatni hellt á. Hitað og soðið við hægan eld í 20 til 30 mínútur. Ekkert sált. Vatnið er drukkið með kartöflunum eða án þeirra. Eitthvert bezta meðal við allskonar gigt. HRÁTT GRÆNKÁL. Grænkálið er þvegið vandlega og hakkað fínt ásamt gulrótum og lauk. Súrmjólk eða súrum rjóma eða rjóma blönduðum dálitlu af sítrónusafa blandað saman við, og ennfremur dálitlu af rúsínum til smekkbætis, ef vill.

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.