Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 11

Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 11
HEILSUVERND Páll V. G. Kolka: Læknir og læknisfræðingur. Grein þessi er tekin úr Morgun- blaðinu 25. nóv. 1951 með góöfús- legu leyfi höfundar. Greinin er all- löng, og birtist hér aöeins fyrsti kafli hennar. Gagnrýni Erwins Liek. Á árunum milli heimsstyrjaldanna var sá maður uppi í Danzig í Austur-Prússlandi, er Erwin Liek hét. Hann var þekktur skurðlæknir, en jafnframt snjall rithöfundur, sem mikill styrr stóð um í þýzkum læknatímaritum, enda gagnrýndi hann í bókum sínum mjög harðlega það, er honum þótti miður fara í heilbrigðismál- um þjóðar sinnar. I bók sinni um sjúkratryggingarnar fletti hann ofan af þeirri óráðvendni, sem tryggingakerfið þýzka hafði alið upp í læknum og sjúklingum, og dró einkum fram hinar sálfræðilegu orsakir þeirrar öfugþróunar, en jafnframt urðu skriffinnarnir, sem stjórnuðu tryggingunum, fyrir hinum beitta penna hans. Ennþá meiri úlfaþytur varð þó út af bók hans „Arzt und Mediziner“, eða „Læknir og læknisfræðingur11. Þar réðst hann mjög óvægilega á háskólana þýzku vegna fyrirkomu- lagsins á læknanáminu þar, og þótti ýmsum frægum og mikilsmetnum prófessorum þar mjög að sér sneitt. Mér hefir orðið bók þessi minnisstæð, þótt liðin séu nú um tuttugu ár, síðan ég las hana, en efni hennar var eitthvað á þessa leið:

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.