Heilsuvernd - 01.03.1952, Side 12

Heilsuvernd - 01.03.1952, Side 12
8 HEILSUVERND LœJcnisfrceöingar og læknislist. Frá dögum Hippokrates- ar og fram á þennan dag hafa verið uppi menn, sem voru miklir læknar, ekki þó fyrst og fremst fyrir vísindalega þekkingu sína á læknisfræði, heldur fyrir persónuleika sinn. Þeir voru lélegir læknisfræðingar, ef miðað er við nútímaþekkingu í líffærafræði, lífeðlisfræði, meinafræði eða sýklafræði, en þeir voru samt sem áður góðir læknar, af því að þeir höfðu skilning á þörfum sjúklinga sinna, bæði andlegum og líkamlegum, ást og áhuga á starfi sínu, skyldu- rækni gagnvart köllun sinni, karlmennsku til að taka á sig ábyrgð á þeim ákvörðunum, sem geta varðað líf eða dauða. f höndum þeirra varð læknisstarfið að læknislist, en ekki bara að andlausri fræðimennsku. Sálræn afstaða til sjúklingsins. Nú á tímum er læknis- fræðin orðin það yfirgripsmikil, að það hefir orðið að skipta henni í allskonar sérfræðigreinar, sem fjalla um sjúkdóma í einstökum líffærum. Sérfræðingunum hættir til að einblína svo á sitt sérstaka líffæri, að þeir sjá ekki sjúklinginn sjálfan, þeir glugga í sjúkdómseinkenninu, en þeim sést oft yfir persónueinkenni sjúklingsins og gleyma því, að hann hefir sál og að sálræn afstaða manna gagnvart lífinu og viðfangsefnum þess veldur ekki hvað minnstu um heilsu þeirra og líkamlega vellíðan. Nú á tímum er hið almenna húslæknisstarf metið lítils, en góður og samvizkusamur húslæknir hefir oft betri skil- yrði til að verða sjúklingnum að liði en sérfræðingarnir, af því að hann þekkir sjúklinginn, fortíð hans, heimilisástæð- ur og hagi, hefir verið hollvinur hans og ráðgjafi og á því trúnaðartraust hans. Þetta persónulega trúnaðarsamband milli læknis og sjúklings er sá grundvöllur, sem byggja verður á rétta meðferð á sjúklingnum sjálfum, en ekki að- eins meðferð á sjúkdómseinkennum hans. 1 moldviðri doktorsritgerða. Fyrir 20—30 árum átti kenningin um sálrænan uppruna líkamlegrar vanheilsu ekki miklu gengi að fagna, a. m. k. ekki í Þýzkalandi, þar sem efnishyggjan sat við háborðið. Bók dr. Lieks hefði því senni-

x

Heilsuvernd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.