Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 15

Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 15
HEILSUVERND 11 á moldinni og þýðingu hennar hefir einatt leitt til hungurs- neyðar. Landið hafði verið rányrkt, og það hafði blásið upp, og hungruð þjóð með uppblásið land á sér ekki langra líf- daga auðið. Þetta tilheyrir fortíðinni, mundi ef til vill ein- hver hugsa. Þvi miður er því ekki svo farið. Rányrkja vex á mörgum stöðum með ískyggilegum hraða, enda hefir hún oft haft vísindin í þjónustu sinni til hraðari tortímingar landinu. Mesta land tæknilegra fram- fara er án efa Bandaríkin. Rányrkja hefir þar notið tækn- innar við, því að skýrslur frá landbúnaðarráðuneytinu, sem ná yfir síðastliðin 100 ár, sýna, að um 61% af yfirborðs- jarðvegi Bandaríkjanna hafa blásið eða skolazt burtu. Hér verða menn að skilja mismuninn á hinum lifandi yfirborðsjarðvegi og hinum dauða jarðvegi, sem undir er. I yfirborðsjarðveginum er allt hið lifandi frjómagn jarðar, jurtaleifar, sem í árþúsundir hafa safnazt þar fyrir og myndað þetta frjósama yfirborðslag, sem nokkurra ára eða áratuga rányrkja getur eytt með öllu, annaðhvort með beinni eyðingu frjóefna moldarinnar, svo að landið blæs upp, eða með röskun á jafnvægi náttúrunnar, t. d. eyðingu skóga, sem getur leitt til þess, að yfirborðsjarðvegurinn skolast í burtu til hafs. Fyrir utan þessa 61% jarðvegseyðingu hefir einnig orðið vart vaxandi jarðvegshörðnunar, sem eflaust má rekja til tilbúna áburðarins. Rányrkja er fremur afsakanleg hjá frumstæðum þjóðum, sem þar að auki eiga hungursneyð yfirvofandi, ef jörðin er ekki pínd til hins ítrasta. Þeir verða því að lifa fyrir daginn í dag til þess að geta haldið lífi. En þegar slíkt kemur fyrir hjá þjóðum, sem álitnar eru menningarþjóðir, er það óafsakanlegt. Það hefir aldrei vofað hungursneyð yfir Bandaríkjunum t. d. Þvert á móti hefir offramleiðsla oft á tíðum þjakað landinu og átt sinn þátt í að valda kreppum og óáran. Hefir jafnvel gengið svo langt, að verðlauna hefir þurft þá bændur, sem minnst framleiddu, til að halda framleiðslunni niðri. Stjórnin hefir gert víðtækar ráðstafanir til heftingar landeyðingu, en

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.