Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 16

Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 16
12 HEILSUVERND hún hefir aðeins tök á að ráðleggja og hjálpa til við upp- græðslu, en getur ekki tekið fyrir orsakirnar og heft frelsi einstaklinga til eyðileggingar. Á því svæði, sem áður var frjósöm hveitiræktarlönd en nú er orðið að eyðimörk, væri hægt að skapa jarðnæði fyrir 73000 smábændur, væri það grætt upp. En það er hægara að eyðileggja en græða upp, og eyðimerkurnar stækka ár frá ári. Flóð af völdum rán- yrkju fara einnig vaxandi, og er skemmst að minnast flóð- anna í Missisippi í fyrra, sem ollu milljónatjóni. Það er því engin furða, þó að það sé að verða allútbreidd skoðun meðal manna vestan hafs, að meiri hætta stafi af rányrkju en nokkrum drápsvopnum og að verstu óvina þjóðfélagsins sé að leita innan þess en ekki utan, þeirra sem grafa undan því innan frá. Svipaða sögu má segja frá flest- um öðrum löndum, en hvergi er eins gott dæmi um rán- yrkju mannsins og í Bandaríkjunum, bæði af því, hve ör hún er, og eins vegna þess, hve stutt er síðan landið var byggt og nýtt til fullnustu. Þetta, sem að framan hefir verið sagt um rányrkju, er enginn útúrdúr frá því, sem ætlað var að gera grein fyrir. Eins og rányrkja er brot mannsins gegn þeim lögmálum, sem náttúran starfar eftir, eru lífrænar ræktunaraðferðir ekki annað en leit að þeim lögmálum orsaka og afleiðinga, sem hin lifandi náttúra stjórnast af. Þau grundvallaratriði er ekki hægt að sniðganga, án þess að eitthvað verra hijót- ist af. Maðurinn hefir að vísu mikil völd yfir náttúrunni, en þau eru takmörkuð, og hann verður að þekkja takmörk sín á því sviði sem öðrum. Meðal jarðyrkjumanna víðsvegar um heim hafa á síðari árum risið upp félög til að sporna við þessari eyðileggingu og auka þekkingu manna á lífrænum ræktunaraðferðum. Þessi félög eflast með hverju ári, og eitt þeirra, enska fé- lagið „The Soil Association“, telur nú meðlimi um allan; heim og stendur fyrir merkilegum tilraunum með áhrif loftáburðar og safnhaugaáburðar á jarðveginn. Tilraun- irnar eru gerðar á stórum búgarði í Englandi, sem keypt-

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.