Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 17

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 17
HEILSUVERND 13 ur hefir verið undir þessa starfsemi. ,Eg dvaldist þar nokkra daga sumarið 1950 og kynntist á hvern hátt tilraununum var hagað. Landinu var skipt í þrjá jafnstóra hluta. Einn hlutinn var eingöngu ætlaður til kornræktar og ekkert annað notað til áburðar en loftáburður, eða svipað og gert er í mestu kornræktarlöndum heimsins. Á næsta hluta er blandaður áburður, þ. e. venjulegur húsdýraáburður og loftáburður eins og algengast er. Föðrið sem kemur af þessum hluta landsins, bæði hey, korn og kál, er notað handa helmingi bústofnsins. Þriðji hlutinn, sem er haldið vandlega aðskildum, er eingöngu ræktaður með lífrænum áburði og allt fóður af þeim hluta er notað til fóðrunar á öðrum helming bústofnsins. Til að koma í veg fyrir hlut- drægni, eru tveir bændur úr sama héraði, annar, sem notar eingöngu loftáburð á sínum búgarði og álítur það vera bezt, en hinn blandaðan áburð, látnir hafa eftirlit og segja fyrir verkum, hvor á sínu sviði. En þriðja hlutanum, þeim lífræna, stjórnar forstjóri tilraunanna, Lady Eve Balfour, Hún er þekkt fyrir rit sín um landbúnað í Englandi. Upp- haflega var gert ráð fyrir, að eitthvað af kostnaðinum við að reka slíka tilraunastöð væri hægt að fá frá einhverri áburðarverksmiðju. Voru sendar áskoranir til áburðar- framleiðenda um að sanna nú fullyrðingar sínar um ágæti tilbúins áburðar með raunhæfum tilraunum, og skyldu þær tilraunir vera undir sameiginlegu eftirliti áburðarframleið- enda og félagsins The Soil Association. Allir áburðarfram- leiðendur, sem skorað var á, færðust undan og höfnuðu tilboðinu. Þeir hafa lært það af reynslunni, að raunhæfar tilraunir geta oft komið gróðafíkninni illilega í koll. Árið 1950 höfðu þessar tilraunir aðeins staðið í 3 ár og ekki mikils árangurs hægt að vænta á svo stuttum tíma. Þó hafði ýmislegt komið í ljós, sem benti til þess, að til- raunirnar væru á réttri leið. I þessu riti hefir áður verið lýst safnhaugagerð þeirri, sem kennd er við Albert Howard og er allútbreidd í Eng- landi. Fyrir menn, er lært hafa safnhaugagerð verklega,

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.