Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 21

Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 21
HEILSUVERND Dagbjört Jónsdóttir: Húsmæðraþáttur. Nú er sá tími ársins, þegar erfiðast er fyrir þá, sem lifa á jurtafæðu, að afla sér hennar. Nýtt grænmeti er vart fá- anlegt, og grænmeti geymt frá síðasta hausti hefir tapað miklu af verðmætustu efnum sínum og er þar að auki hvorki eins lystugt né ljúffengt, eins og þegar það var nýtt. Góð húsmóðir lætur þó ekki hugfallast, en reynir að hag- nýta á sem beztan hátt allt það, sem fyrir hendi er á hverj- um tíma. Nú fást t. d. nýir ávextir, en með neyzlu þeirra má bæta sér upp m. a. þau C-fjörefni, sem grænmetið hefir misst við geymsluna. Ýmsar grænmetistegundir fást nú þurrkaðar, og má með þeim auka á ýmsan hátt fjölbreytni í matargerðinni. Súrmjólk er holl og auðmeltari en nýmjólk, sérstaklega fyrir þá, sem hafa veikan maga. Hún er góð til drykkjar, en einnig má búa til úr henni marga góða rétti. Fer einn þeirra hér á eftir. Köld súrmjólkursúpa. 1% 1. súrmjólk; 2—3 matsk. púðursykur eða hunang; % vanillustöng; 8—10 möndlur; 1—2 dl. rjómi. Möndlurnar eru afhýddar og brytjaðar smátt ásamt vanillustöng- inni. Þessu blandað saman við súrmjólkina, og sykrinum eða hunang- inu bætt út í. Loks er þeyttum rjómanum blandað saman við. Gott er að borða heilhveititvíbökur með súpunni. Til eru ýmsar baunategundir, eins og kunnugt er. Þær eru einn aðaleggjahvítugjafi þeirra, sem jurtafæðu neyta. Eru hér tveir réttir búnir til úr baunum. Hvítur baunabúöingur. 250 gr. hvítar baunir; 250 gr. hráar eða soðnar kartöflur; 75 gr. smjörlíki; 3 egg; múskat. Baunirnar eru lagðar i bleyti yfir nóttina, soðnar og hakkaðar ásamt kartöflunum. Látið í pott og ylað. Smjörliki og mjólk bætt út í og öllu ferðum, ásamt mjólkurmat og jafnvel dálitlu af kjötmat, mundu hrörnunarsjúkdómar og vanheilsa verða úr sögunni að mestu leyti. (Ny tid og vi).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.