Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 22

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 22
18 HEILSUVERND hrært. vel saman. Tekið af eldinum og kælt, eggjarauðunum hrært saman við, einni og einni í senn, og hrært vel í á milli. Hellt í vel smurt mót og bakað í ofni í 3 stundarfjórðunga. Gott er að borða tómatsósu með þcssum rétti. 1 stað hvitra bauna má nota grænar baunir, linsur og fleiri tegundir. Baunabuff. 1 bolli grænar baunir (þurrkaðar); 2 meðalstórar gul- rætur; 1 lítil gulrófa; 1—2 hráar, rifnar kartöflur (með hýði); 1 egg; 1 peli mjólk; 4 matsk. heilhveiti; 4 matsk. haframjöl; 2 laukar; feiti. Baunirnar eru malaðar þurrar, rótarávextirnir rifnir saman við, heilhveiti og haframjöli blandað í, vætt í með mjólkinni og egginu og dcigið hrært saman. Sett með skeið á pönnu, flatt út og brúnað ijós- brúnt í feiti. Buffið síðan sett i gatasigti yfir gufu og soðið i 2—3 mín. 1 staðinn fyrir að mala baunirnar þurrar, má sjóða þær og hakka. Laukurinn er skorinn í þunnar sneiðar, soðinn I vatni í 3 mínútur, settur á buffið og feitinni hellt yfir. Með þessu er gott að borða allskonar grænmeti. Þurrkaö rauökál. 100 gr. þurrkað rauðkál; % 1. vatn; 25 gr. smjör- líki; % epli; púðursykur; sitrónusafi; saft. Kálið er látið liggja í vatninu yfir nóttina og á að drekka það allt í sig; síðan sett í pott, ásamt smjörlíkinu og eplinu skornu í sneiðar, og soðið í 2—3 stundarfjórðunga við vægan hita. Sítrónusafa, sykri og saft bætt í eftir bragði. Eplakaka meö rúgbrauöi. 250 gr. rifið rúgbrauð; 25 gr. smjörlíki; 25 gr. púðursykur; % kg. epli (eða 150 gr. þurrkuð epli); 2% dl. rjómi; 1 matsk. gott ávaxtamauk. Smjörið er brætt á pönnu, sykri og brauði blandað saman við og hrært i, unz af því kemur bökunarlykt. Eplin eru þvegin, en ekki flysjuð, fræhúsin tekin úr, og eplin skorin í bita, soðin í mauk og púðursykri bætt í eftir smekk. Brauðblanda og epli sett i lögum í skál, þrýst vel saman, og gott er að láta ofurlítið af ávaxtamauki á milli laga. Þá er skálin skreytt með þeyttum rjóma og brauðblöndu stráð yfir. FJÖREFNA- OG KALKLYF REYNAST VERR EN NÁTTÚRLEG FÆÐA. Amerískur vísindamaður, dr. R. Lee, skýrir svo frá, að 500 þunguð- um konum hafi. i tilraunaskyni verið gefin kalklyf og tilbúin fjör- efni. Þær sýktust allar % nýrum vegna kölkunar. Annar hópur þung- aðra kvenna fékk engin lyf, en þær nærðust á náttúrlegri fæðu, sem hafði inni að halda gnægðir þessara efna. Engin þeirra hafði neitt af nýrnasjúkdómum að segja. (Rude Heáltli).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.