Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 26

Heilsuvernd - 01.03.1952, Page 26
HEILSUVERND Merkileg fóðurtilraun á köttum. Amerískir vísindamenn hafa gert merkilega fóðrunar- tilraun, sem sýnir greinilega áhrif hitunar og suðu á fóður- gildi matvæla. Tilraunin var gerð á 900 köttum og stóð í 10 ár. Köttunum var skipt í flokka, sem voru fóðraðir eins og hér segir: 1. Ösoðin nýmjólk og hrátt kjöt (náttúrleg fæða). 2. (a) Pasteurhituð mjólk og soðið kjöt. 2. (b) Þurrmjólk og soðið kjöt. 2. (c) Sykruð, niðursoðin mjólk og soðið kjöt. Kettirnir voru hafðir í útistíum, hver flokkur út af fyrir sig. Kettirnir í 1. fl. (hráfæðið) voru alltaf heilbrigðir, á- nægðir og juku stöðugt kyn sitt, og kettlingarnir voru hraustir og heilbrigðir. Kettirnir í 2. fl. (soðna fæðið) urðu ófrjóir eftir 3 ætt- liði. 1 þeim flokki urðu kettlingarnir blindir, vanskapaðir og haldnir ýmsum vanfóðrunarsjúkdómum. Útkoman varð slæm í (a), verri í (b) og verst í (c). En hinir amerísku vísindamenn létu ekki hér staðar num- ið. Að þessari 10 ára fóðrunartilraun lokinni létu þeir stí- urnar 4 standa ósánar, svo að þar kom upp viltur gróður, kröftugur og gróskumikill í stíu nr. 1, en í hinum stíunum var sprettan lakari, og versnandi frá (a) til (c), en síðast- nefndi reiturinn var svo að segja gróðurlaus. Loks var baunum sáð í reitina með þeim árangri, að upp- skeran varð bezt í reit nr. 1, en lakari í hinum reitunum og verst í (c). Það var læknir í Kalíforníu, Fr. M. Pottenger að nafni, sem stóð fyrir tilraunum þessum, og birtir hann skýrslu um þær í amerísku læknariti (Oral Surgery) í ágúst 1946, en heimildarrit Heilsuverndar er tímarit, gefið út af dr. J. C. Thomson, yfirlækni og forstöðumanni við Kingston

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.