Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 27

Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 27
HEILSUVERND 23 Clinic í Edinborg. Verður skýrt hér nokkru nánar frá á- rangri af tilrauninni, sem svipar mjög til tilrauna McCarri- sons (sbr. bókina Mataræði og heilsufar). Kettirnir í 1. flokki voru fóðraðir á hráu kjöti að 2/3 hlutum, auk lýsis. Meðal þeirra voru fósturlát sjaldgæf, og mæðurnar mjólkuðu ungum sínum vel. Aðrir kettir voru fóðraðir nákvæmlega eins að öðru leyti en því, að kjötið var soðið. Þá brá svo við, að fósturlát urðu mjög tíð, um 25% í fyrsta ættlið og 70% í öðrum ættlið. Fæðingarnar gengu illa, og margar læðurnar drápust. Ungadauði var mikill, mestmegnis vegna þess, að mæðurnar mjólkuðu ekki. Margir kettlinganna voru of lasburða til þess að hafa sig á spenann. Læðurnar gátu margar ekki frjógvazt á ný, en færi svo, áttu þær við vaxandi erfiðleika að etja. Yfirleitt voru þessir kettir, sem nærðust á soðnu kjöti, uppstökkir, og kvendýrin grimm. Kynferðishvöt högn- anna dofnaði eða spilltist. Á dýrin sóttu óþrif og innýfla- ormar (kettirnir á hráfæðinu voru að mestu lausir við það og sjúkdóma yfirhöfuð). Húðsjúkdómar voru algengir, þar á meðal ofnæmissjúkdómar, og færðust í aukana frá einum ættlið til annars. Meðal algengustu banameina voru lungna- bólga og innvortis ígerðir. Beinmergsbólga var algeng og leiddi oft til dauða. Hjartasjúkdómar voru og algengir. Meðal annarra sjúkdóma, sem fyrir komu, voru fjarsýni, nærsýni, skjaldkirtilsjúkdómar, nýrnasjúkdómar, lifrar- bólga, eistnabólga, eggjastokkabólga, lamanir, heilahimnu- bólga, blöðrubólga, liðabólga og margir aðrir hrörnunar- sjúkdómar.*) Þessum hluta tilraunarinnar varð ekki haldið áfram leng- ur en í þrjá ættliði, því að engin afkvæmi þess ættliðs lifðu lengur en í sex mánuði. Hinsvegar var breytt um fæði sumra tilraunadýranna í 1. og 2. ættlið og farið að fóðra *) Sbr. tilraunir McCarrisons, sem lýst er í bók hans Mataræði og helsufar. (9. rit NLFl).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.