Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 28

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 28
24 HEILSUVERND þau á hráfæði eingöngu. Brá þá til hins betra, en eigi að síður tók það 3 til 4 ættliði að útrýma öllum afleiðingum og merkjum hrörnunar þeirrar, sem soðna fæðið hafði til leiðar komið. Flest eða öll þau einkenni, sem hér hefir verið lýst, eru alþekkt úr mannlífinu, ekki sízt meðal menningarþjóðanna, sem lifa að mestu á soðinni fæðu og ýmsum spilltum mat- vælum. Eftirtektarvert er það, að beinabygging kattanna, sem fóðraðir voru á soðnum mat, breyttist, þannig að út- limabeinin lengdust, einkum afturfæturnir, en urðu á hinn bóginn grennri, höfuð- og kjálkabein breyttu lögun og af- mynduðust, og mikið bar á kalkskorti í beinum. Þessi sömu einkenni eru einnig algeng hjá ungu fólki, ekki sízt í efnaðri fjölskyldum. Unglingarnir eru útlima- langir og mjóslegnir og hættir mjög við beinbrotum. Þeir eru þunnleitir og mjaðmagrindin oft þröng. Það er því síð- ur en svo framfaramerki, þótt unglingarnir nú á dögum vaxi ört og verði háir í loftinu. I kettlingum annars ættliðs bar mikið á ýmiskonar ó- reglu í tanntöku og tannbyggingu. Aukatennur voru al- gengar, og stundum vantaði tennur. Sérstaklega voru full- orðinstennurnar óreglulegar, bæði hvað lögun og niður- röðun snertir. Tannholdið bólgnaði, gómarnir urðu svamp- kenndir og gróf í þeim. Lyktaði þessu með því, að tennur all- ar losnuðu og duttu burt. SKEMMTUN hélt NLFR í Félagsheimili verzlunarmanna, Vonarstræti 4, föstu- daginn 8. febrúar 1952. Hófst hún með félagsvist kl. 9 e. h., og að henni lokinni var úthlutað verðlaunum. Þá flutti Jónas læknir Krist- jánsson stutt erindi, og síðan var leikinn af hljómplötum kafli úr 5. hljómkviðu Beethovens, en áður skýrði Skúli Halldórsson verkið og lék aðalstefin á pianó. Um kl. 11 hófst dansinn með vísnamarsi, sem var fólginn í því, að karlar og konur drógu út vísnahelminga og gengu saman i marsinn eftir því. Var dansað af miklu fjöri til kl. 1 um nóttina. Á boðstólum var að venju islenzkt te og smurt brauð, auk annarra veitinga eftir vild.

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.