Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 29

Heilsuvernd - 01.03.1952, Blaðsíða 29
HEILSUVERND Fjórar sjúkrasögur. Birgir Kling frá Borás hafði verið magaveikur frá því 1938, en þá var hann rúmlega þrítugur. Hann þoldi ekki steiktan mat, ekki krydd og ekki gróft brauð og varð því að borða hvítt brauð og annað mjúkmeti. Þar við bættist, að hann hafði ofnæmi fyrir ýmsum efnum, svo sem sápulöðri, tóbaksreyk og yfirleitt allskonar ryki eða óhreinindum í loftinu. Ofnæmið lýsti sér í því, að hann fékk kvef og ákaft nefrennsli, sem varaði ekki minna en 12 klukkustundir í senn og gat brotizt út oft í viku. I þriðja lagi þjáðist Birgir af höfuðverkjarköstum, sem hann átti vanda til frá bernsku, en ágerðust með aldrinum. Vorið 1949 hlýddi hann á fyrirlestur hjá Are Waerland. Hugsaði hann sér að gera tilraun með breytingu á mataræði sínu, og kona hans var fús til að taka þátt í henni. En bat- inn kom ekki samstundis, og liðu nokkrar vikur, áður en Birgir gat greint veruleg batamerki. En hann var staðfast- ur og ákveðinn í að reyna til þrautar. Og smátt og smátt létu sjúkdómseinkennin undan síga. Að ári liðnu voru nef- rennslisköstin með öllu um garð gengin, höfuðverkurinn einnig, og Birgir þolir nú hvaða grófmeti sem er, eins og hann hefði aldrei kennt sér nokkurs meins. Egron Palmqvist, ritstjóri, segir svo frá, að frá því um tvítugt hafi hann þjáðst af húðsjúkdómi, sem þekktir sér- fræðingar gátu ekkert við gert. Frá því um hálfþrítugt átti hann vanda til að fá slæma hálsbólgu og tungusviða, sem þjáði hann dag og nótt. Hann var alltaf með sprungin munnvik, og rúmlega hálfsextugur fékk hann langvinna liðagigt upp úr einu hálsbólgukastinu, og ágerðist liðagigt- in eftir nokkurra mánaða sjúkrahúsvist. Þá kynntist hann waerlandshreyfingunni og gjörbreytti lifnaðarháttum sínum. Eftir þriggja ára mjólkur- og jurta- neyzlu, aðallega hráfæði, er hann að heita má albata. (ÚrWMM).

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.