Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 31

Heilsuvernd - 01.03.1952, Síða 31
HEILSUVERND 27 SPURNINGAR OG SVÖR. H. H., Skagaströnd, spyr: 1. Er alfa-mjöl hollt, og að livaða leyti? 2. Hvaða ráð eru við langvarandi sýruleysi í ir.aga? 3. Hvaða ráð eru við ristilbólgu? Svör: 1. Alfa-alfa er jurt skyld smáranum, mjög kraftmikil og efna- auðug fóðurjurt. 1 Því er mikið af steinefnum og fjörefnum, einkum C-fjörefni. Sama gildir um alfa-mjöl, sem er þurrkað og malað alfa- alfa, enda Þótt fjörefnin hafi rýrnað eitthvað. 2. Venjulega eru gefin saltsýrulyf við sýruleysi í maga. Sú aðferð getur ekki læknað sjúkdóminn, þ. e. endurgefið magakirtlunum hæfileikann til að framleiða saltsýru. Eina ráðið til þess er rétt næring likamans, rétt samsett fæða, aðallega ósoðin, lifandi jurta- og mjólkurfæða, og útrýming skaðlegra nautnalyfja. 1 stað saltsýru- lyfja má nota súrmjólk, borða hana með mat í hverri máltíð. 3. Svarið við annarri spurningunni getur að mestu átt við þá þriðju. Súrmjólk er sérstaklega hentug ristilbólgusjúklingum, þar eð þeir þola illa eða alls ekki nýmjólk. Nauðsynlegt er að nota stólpípur dag- lega, unz hægðir komast i lag. — 1 bókinni „Nýjar leiðir 11“ er grein um ristilbólgu eftir ameríska lækninn Kellogg. H. H. skal einnig bent á bókin „Sjúkum sagt til vegar“, en þar eru leiðbeiningar um meðferð ýmissa sjúkdóma, stólpípur, föstur o. fl. Þ. J. M. spyr: 1. Er hægt að rækta hvítlauk hér á landi? 2. Hvort er hollara súrmjólk eða nýmjólk beint úr spenanum? 3. Er ekki sauða- mjólkin hollust hrá? 4. Hvaða ráð eru við ógleði um meðgöngútímann? Svör: 1. Þær tilraunir, sem oss er kunnugt um, að gerðar hafi verið í þá átt, hafa mistekizt. 2. Mjólkin er tvímælalaust hollust beint úr spenanum, því að þegar eftir mjaltir byrja í mjólkinni efnabreytingar, sem rýra nær- ingarverðmæti hennar. Hinsvegar er nýmjólkin ekki talin eiga vel við grænmeti og ný aldin. Þar hentar súrmjólkin betur, svo og sjúk- lingum með ristilbólgu og sumum öðrum, sem þola ekki nýmjólk. Til eru margar tegundir súrmjólkur, og valda sérstakir gerlar sýringunni. Sumir gerlar framleiða óhollar sýrur í mjólkinni. „Láng- mjölk“ er talin heilnæm. En helzt ætti mjólkin ekki að geymast, eftir að hún er orðin súr, því að þá vill hún verða of sterksúr, síður þó, ef hún er geymd í kæli. 3. Jú. 4. Rétt mataræði og að öðru leyti heilnæmar lífsvcnjur, svo sem dagleg útivist, húðræsting, reglulegur svefn fyrir opnum gluggum. Forðast kaffi, tóbak, áfengi, lyf yfirleitt, krydd og brasaðan mat. Lifa á náttúrlegri mjólkur- og jurtafæðu, sem mest ósoðinni.

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.