Heilsuvernd - 01.03.1952, Qupperneq 32

Heilsuvernd - 01.03.1952, Qupperneq 32
28 HEILSUVERND HRESSINGARHEIMILI NLFl SUMARIÐ 1952. Náttúrulækningafélagi Islands, hafa borizt fyrirspurnir úr öllum átt- um um það, hvort starfrækt verði hressingarheimili á komanda sumri. Árangurinn af starfseminni í Hveragerði sl. sumar var svo góður, og aðsókn svo mikil, að sjálfsagt þótti að leita eftir stærra og hentugra húsnæði. Heilsuvernd getur nú glatt lesendur sina með því, að starfsemi þess- ari verður haldið áfram næsta sumar. Hefir félagið fengið hinn glæsi- lega Húsmæðraskóla að Varmalandi i Stafholtstungum á leigu í þessu skyni. Verður þar hægt að taka á móti 30—40 dvalargestum í 1 til 3 manna herbergjum, sem eru mjög vistleg, loftgóð og björt, flest búin handlaug og fataklefa. Skólinn er raflýstur og hitaður með hveravatni. Allstór sundlaug er á staðnum, mörg gróðurhús og grænmetisfram- leiðsla. Skólinn stendur, svo sem kunnugt er, mitt í hinu fagra og veðursæla Borgarfjarðarhéraði, nálægt þjóðbraut, og munu áætlunarbílar hafa þar viðkomu, sennilega daglega, þannig að þangað verða beinar ferðir úr Reykjavík, og auk þess úr Borgarnesi. Þrátt fyrir mikla hækkun á verðlagi munu daggjöld verða hin sömu og í fyrra, 50 krónur á dag (65 krónur í eins manns herbergjum). Eins og þá leggja gestir sér sjálfir til rúmfatnað. Reynt verður að hafa böð fyrir gigtarsjúklinga og aðra, er þarfnast eða óska þess sérstaklega, enda greiði þeir visst gjald fyrir. Skólinn er hæfilega langt frá þjóðvegum til þess að komast hjá ryki og öðrum óþægindum af umferð. Þarna er friðsælt og fagurt, sólrikt og skjólgott. Mega allir, er hlut eiga að máli, vera þakklátir skóla- nefndinni fyrir að hafa látið félagið sitja fyrir þessu húsnæði. Hressingarheimilið verður að sjálfsögðu undir yfirumsjón Jónasar læknis Kristjánssonar. Það mun starfa frá því seint í júní, þangað til í byrjun september. GARÐLÚS LEGGST EKKI Á HEILBRIGÐAR JURTIR. W. Albrecht, prófessor við háskólann í Missouri í Bandaríkjunum, skýrir frá eftirfarandi tilraun. Hann ræktaði spinat i tilraunareitum og bar í þá mismunandi magn steinefna. Síðan hleypti hann lítilli garðlús í reitina. Hún snerti ekki við jurtunum í þeim reit, sem mestan og beztan áburðinn fékk, en lagðist á allar hinar. Próf. Albrecht lítur svo á, að á sama hátt og heilbrigði jurtanna og mót- stöðuafl þeirra gegn sníkjudýrum sé háð næringu þeirra, þannig geti maðurinn því aðeins varðveitt heilbrigði sína, að hann nærist á heilbrigðum jurtum. (Rude Heálth).

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.