Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 5

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 5
HEILSUVERND 67 og svo greinilega á sér stað um kaffi og te, og menn nota tóbakið, hvort sem þeir fást við andlega eða líkamlega vinnu. Upphaflega háðu ríki, kirkja og læknavísindi samtaka harðvítuga baráttu gegn því, en það sigraði fljótt alla þá andstöðu og hefur síðan stöðugt færzt í aukana. Nú not- ar ríkið tóbakið sér til framdráttar. með mikilli skatta- og tollaálagningu. Kirkjan er hlutlaus, og læknavísindin hafa látið sér nægja það eitt að rannsaka á raunhæfan hátt eðli þess og áhrif. Rannsóknum þessum miðar hægt og sígandi áfram, en á meðan hefur tóbaksnotkunin aukizt gífurlega. Hver eru þá áhrif tóbaksins? Bætir það líðan manna og heilsu, eða gerir það hana verri? ,Er það deyfandi eða örvandi, letjandi eða hvetjandi? Eykur það eða minnkar starfsþrekið? Getur það orsakað æðakölkun, valdið aukn- um blóðþrýstingi, hjartasjúkdómum, magasjúkdómum, magasárum og krabbameini? Styttir það líf manna eða lengir? Þannig er spurt og mætti lengi spyrja. Skal nú leitast við að svara nokkrum þessara spurninga í ljósi nútíma- þekkingar. Rétt er að geta þess, að fram að þessu hafa skoðanir færustu rannsóknar- og vísindamanna verið mjög skiptar, og enn er i nokkru gildi það, sem læknissagn- fræðingurinn Gottlieb Stollen sagði árið 1731 viðvíkjandi skrifum lækna um nautnalyfin: „Þó dæma þessir herra læknar ekki ávallt í þess háttar málum eftir reynslu sinni og skarpskyggni, heldur einnig á stundum eftir geðþótta sínum og tilfinningum." Um þetta segir prófessor dr. med. Eggert Möller, að oftast tali þeir, sem bezt skynbragð beri á hlutina, af mestri hógværð. Fullyrðingar með og móti eru ekki framar svo veigamiklar, þar sem nú orðið er unnt að halda sér frem- ur að staðreyndum, er mestu máli skipta. Flestir nútíma- læknar og efnafræðingar reykja sjálfir, en vísindamenn leitast æ meir við að koma sér hjá því að dæma eftir geð-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.