Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 7

Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 7
HEILSUVERND 69 Áhrif þess á æðar, blóðþrýsting og aukningu blóðsyk- ursins stafa sennilega frá verkun þess á hjánýrun eða nýrnahetturnar. Áhrifin af enn minna magni verða með nokkuð öðrum hætti. Blóðþrýstingurinn eykst örlítið, (um 10—20 mm kvikasilfurs). Hjartað slær ofurlítið hægar eða stundum dálítið hraðar. Yfirborðshiti húðarinnar á höndum og fótum lækkar nokkuð (1—2°, einnig allt að 6°). Kemur það af samdrætti í háræðum útlimanna. Hér er naumast unnt að ræða um bein eituráhrif, en drekki menn hins vegar allstóran skammt af nikótín upp- lausn, veldur það miklum bruna og sviða í munnholi og hálsi. Fylgir þar á eftir köfnunartilfinning, svo mjög sár krampaköst og að síðustu dauði, vegna þess að öndunar- og hjartastarfsemi hættir. Það er því nauðsynlegt að með- höndla slíkar upplausnir með varúð. Dæmi eru til þess, að alvarleg eitrun hafi átt sér stað við það eitt, að 80% upplausn hafi hellzt niður á heilbrigða húð. Minniháttar tóbakseitranir eru mjög algengar, og hafa flestir reykingamenn orðið fyrir þeim oftar en einu sinni. Vanlíðan gerir þá vart við sig, maðurinn verður náfölur, munnvatnsrennslið stóreykst, svimi, ógleði, uppköst og stundum niðurgangur fylgir á eftir. Púlsinn verður fyrst hægur, en svo lítill og hraður, og það geur liðið yfir mann- inn eða hann orðið mjög máttvana. Venjulega vara þessi áhrif eina til tvær stundir. Meðan á þeim stendur, er mað- urinn oftast fastráðinn í því að reykja aldrei framar, og næstu klukkustundirnar hefur hann enga löngun í tóbak. Vafamál er það, hvort slík skyndileg tóbakseitrun er eingöngu nikotíninu að kenna. Önnur eiturefni eru einnig í reyknum, einkum kolsýrlingur og hinir svokölluðu pyridinlútar. (Niðurlag í næsta hefti).

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.