Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 10

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 10
72 HEILSUVERND rannsóknir í Englandi hafa menn komizt að sömu niður- stöðu. Banvænar geislunarskemmdir hafa fundizt í fisk- um í 4000 km fjarlægð frá sprengjustað. Japanir vita nú orðið ekki, hvað þeim er óhætt að leggja sér til munns. Hrísgrjónin, fiskurinn og flestar aðrar fæðutegundir eru meira eða minna mengaðar geislavirk- um efnum, oft í lífshættulegu magni. Eins og áður er sagt, er strontium 90 eitt hættulegasta geislavirka efnið. Það er lengi að brotna niður, ein 20 ár. Við kjarnasprengingar hefir mikið af strontium 90 farið út í gufuhvolfið, og aðeins litill hluti þess fallið aftur til jarðar enn sem komði er. Af því leiðir, að enda þótt öllum kjarnorkutilraunum sé hætt þegar í stað, mun geislavirkni af völdum þessa efnis fara vaxandi á næstu árum í um- hverfi jarðarbúa. Rannsóknir í Þýzkalandi sýna, að geislavirk efni fara stöðugt vaxandi í gróðri og matvælum. Mönnum hefir reiknazt svo til, að enn hafi aðeins tíundi hluti hinna geislavirku efna gufuhvolfsins fallið til jarðar. En hinir níu tíundu hlutarnir munu smámsaman leita til jarðar sem eyðandi eldur. Auk þeirra skaðlegu verkana, sem að ofan getur, valda kjarnasprengjurnar öðrum truflunum í gufuhvolfinu. Við þær myndast mikið af saltpéturssýru, sem bindst hin- um geislavirku efnum og myndar siðan kjarna, sem vatns- gufa loftsins þéttist utan um og verður að regndropum. Afleiðingin verður steypiregn, sem Norðurlandabúar hafa fengið að kenna á en hafa þó verið enn stórfelldari í Mið- Evrópu. Þar hafa síðustu 4—5 sumurin verið óvenju köld og vætusöm með miklum flóðum, er valdið hafa mann- sköðum, uppskerubresti og öðru tjóni. Loftslag hefir tek- ið breytingum af völdum hinna geislavirku efna. Haust- veðráttan er mildari, og það vetrar síðar en áður, en hins- vegar eru sumurin og vorin kaldari. Fljótt á litið virðast hin geislavirku efni auka jarðargróðurinn. En regnið er auðugt af sýrum, sem gera jarðveginn súran. Af því leið-

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.