Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 13

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 13
HEILSUVERND 75 inga, einkum áður en mönnum lærðist að verjast að nokkru banvænum áhrifum þeirra. Langt er síðan læknar byrjuðu á notkun röntgen- og radíumgeisla. Til þess að fá hugmynd um áhrif þessara geisla á afkomendur þessara lækna, hefir verið gerður samanburður á nýfæddum börnum þeirra og annarra lækna. Voru teknir 3000 læknar úr hvorum flokki. Rann- sóknin sýndi verulegan mun á börnum almennu læknanna og geislalæknanna, enda þótt þeir viðhafi nú orðið allar venjulegar varúðar- og varnarráðstafanir gegn skaðlegum áhrifum geislanna. Af börnum geislalæknanna fæddust andvana 14 af þúsundi, en 12 af börnum hinna. Meðfæddir gallar fundust hjá 6% barna geislalæknanna, en hjá 4.8% af börnum hinna. Af börnum geislalæknanna voru 80% heilbrigð, en af börnum hinna 83%. Skýrslur frá Ameríku sýna, að meðal afkomenda geisla- lækna er krabbamein helmingi tíðara en meðal annarra stétta. Það þarf ekki nema mjög lítið geislamagn til að valda alvarlegum truflunum á afkomendum, ef það fær að verka gegnum marga ættliði. Áhrifin geymast í erfðastofnunum og aukast með hverjum nýjum ættlið, eins og sýnt hefir verið með tilraunum á dýrum, m. a. á flugum, gegnum fjölda ættliða. Á jurtum hafa einnig komið fram stökk- breytingar af sömu orsökum. Og i dagblöðunum er stund- um sagt frá vansköpuðum dýrum, t. d. afskræmdum frosk- um, sem fundust í vatni einu í Hollandi, en í það féll af- rennsli frá kjarnorkuveri, og frá vansköpuðum fiskum, sem veiðst hafa í úthöfunum í grennd við staði, þar sem kjarnasprengingar hafa farið fram. ----O----- Albert Schweitzer bendir á, að fram til þessa hafi menn aðallega komizt í kynni við heilsutjón af völdum geislunar utan frá. Þá verða geislarnir að brjótast gegnum húð,

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.