Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 15

Heilsuvernd - 01.09.1959, Page 15
HEILSUVERND 77 jarðvatnsborð lækkaði tilfinnanlega, eftir að kjarnorku- ofn tók þar til starfa. En jarðvatn er þegar orðið heldur lítið í mörgum menningarlöndum, þannig að meiri lækkun þess hefir alvarlegar afleiðingar fyrir allan gróður. Gert er nú ráð fyrir, að starf við kjarnorkuver stytti líf þeirra, er þar vinna. Sett hefir verið bann við því, að fólk, sem vinnur við slík störf, giftist innbyrðis. Ástæðan fyrir banninu er sú, að heilsu og lífi af'komendanna er talin sérstaklega mikil hætta búin, þegar foreldrarnir hafa báð- ir orðið fyrir skemmdum á erfðastofnum af völdum geisla. f ágúst 1958 sá ég athyglisverða grein í Svenska Dag- bladet: „Frystar mergfrumur forða mönnum frá dauða af völdum vetnissprengjugeislunar". Þar segir m. a.: „Flutningur á beinmerg er talinn helzta ráðið til að forða mönnum frá dauða af völdum kjarnageisla .. . Merginn verður að taka úr nýlátnum mönnum eða úr fóstrum ... f framtíðinni er hugsanlegt, að tekinn verði mergur t. d. úr brjóstbeini manna, sem koma til starfa í kjarnorku- verum, og mergurinn síðan geymdur frystur og notaður í sama starfsmann síðar, ef hann verður fyrir miklum geisl- unum“. Enda þótt reynt sé að einangra hina banvænu geisla kjarnorkuofnanna, hafa orðið mörg slys, bæði í Kanada, Bandaríkjunum og Englandi. í Windscale í Englandi hefir margsinnis þurft að henda tonnum af geislavirkri mjólk og mjólkurafurðum í hafið vegna sprenginga í kjarn- orkuofni. Og enn er eftir að ráða fram úr því vandamáli, hvernig gera skal úrgangsefni frá kjarnorkuverum óskaðleg. Borg- arstjórinn í Múnchen skýrði svo frá, skömmu eftir að kjarnorkuver tók þar til starfa, að geislamagnið í frá- rennslinu þaðan væri þúsund sinnum meira en svaraði til hættumarksins. Hinn viðurkenndi vísindamaður, prófessor Holluta í Karlsruhe, hefir skýrt svo frá opinberlega, að enn séu engin ráð fundin til að ganga tryggilega frá úr- gangsefnum kjarnorkuvera.

x

Heilsuvernd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.