Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 26

Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 26
HEILSUVERND Ennfremur hafa tilraunir sýnt, segir prófessor Halden, að B-fjörefni veita vörn gegn geislaverkunum. Loks kveðst próf. Halden 'hafa reynslu af því, að margir þeir, er sýkzt hafa af mænuveiki, hafa lifað á mjög einhliða fæði. Flestir hafa þeir borðað hvitt hveitibrauð, en ekki heilhveitibrauð, og því hefir orðið þurrð á B-fjörefnum hjá þeim. Hann segir, að dr. W J. Cormick hafi gefið mænu- veikisjúklingum B-fjörefnasprautur með mjög góðum ár- angri. Jafnfram lét hann sjúklingana borða mikið af mjólk og mjólkurmat, grænmeti og ávöxtum. Læknirinn hefir orðið E. J. Stieglitz, amerískur læknir, segir: „Gallinn er sá, að læknar hugsa aðallega um sjúkdóma, en gera sér ekki grein fyrir því, að hægt er að efla náttúrlega heilbrigði almennings“. K. WaTker, þekktur enskur læknir, segir: „Sannleikur- inn er sá, að læknar hafa verið svo önnum kafnir við að rannsaka og lækna sjúkdóma, að þeir hafa varla haft tíma til að kynna sér lögmál heilbrigðinnar“. J. A. Ryle, annar enskur læknir, segir: „Læknastéttin hugsar ennþá meira um að lækna sjúkdóma en að taka fyrir rætur þeirra“. H. E. Sigerist, enskur læknir, segir: „Það verður að brjóta niður múrinn milli sjúkdómalækninga og sjúkdóma- varna. En það verður ekki gert með því einu að bæta nýj- um námsgreinum inn í læknisfræðinámið. Hugsunarhátt- urinn þarf að breytast. Það þarf að vekja áhuga lækna- nemanna á heilbrigði, í stað þess að beina huga þeirra aðal- lega að sjúkdómum“. (Úr „Health Culture").

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.