Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 30

Heilsuvernd - 01.09.1959, Síða 30
92 HEILSUVERND GLÆSILEGUR ÁRANGUR í BARÁTTUNNI VIÐ TANNSKEMMDIR. Nýlega er lokið í Smálöndum í Svíþjóð athyglisverðri tilraun til að draga úr tannskemmdum meðal skólabarna. Hún fór fram í barnaskóla í Bankeryd undir stjórn dr. Nils Hansson, tannlæknis, og skólastjórans, Holger Roos. Tilraunin náði til 60 skólabarna og stóð yfir í 17 mánuði. Hún var fólgin í þvi, að börnunum var sagt, hvað þau ættu að gera til að forðast tannskemmdir: sneiða hjá sætind- um, bursta tennur eftir hverja máltíð o. s. frv. 1 skóla- máltíðum þeirra var lítið af sykri, og þeim lauk með epli eða hrárri gulrót, og séð var um, að börnin hefðu tann- bursta í skólatöskunni. Og svo var þeim heitið verðlaun- um að 17 mánuðum liðnum. Næstu 17 mánuðina áður en tilraunin hófst höfðu þessi 60 börn fengið samtals 389 nýjar holur í tennur. Meðan á tilrauninni stóð bættust 94 holur við, þannig að dregið hefir samkvæmt því hvorki meira né minna en um 75% úr tannskemmdum hjá börnunum. Verðlaunum var hagað þannig, að börnin fengu 5 krón- ur fyrir fækkun um hverja eina holu miðað við 17 mán- aða tímabilið næst á undan. Auk þess hlutu þau 50 krón- ur, ef engin hola bættist við, og 25 krónur, ef aðeins ein ný hola myndaðist. Nokkrum barnanna hlotnuðust þessi aukaverðlaun, enda höfðu þau forðazt sælgæti eins og heitan eldinn. Hæst verðlaun, 145 krónur, fékk stúlka, sem hafði fækkað holunum úr 25 í 1. Samtals námu verð- launin 3000 krónum, og fyrir bæjarfélagið var þetta tal- inn verulegur sparnaður, miðað við að þurfa að sjá börn- unum fyrir ókeypis tannviðgerðum. Til samanburðar var fylgzt með öðrum skólabörnum, sem engin verðlaun áttu að fá en vissu um tilraunina. 1 byrjun létu þau hrífast með, og á meðan dró úr nýjum tannskemmdum hjá þeim. En brátt sótti í fyrra horf með sælgætisát, og þá létu tannskemmdimar heldur ekki á sér standa. (Úr HÁLSA, 1959, 5).

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.