Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 33

Heilsuvernd - 01.09.1959, Blaðsíða 33
HEILSUVERND 95 FRÉTTIR frá heilsuhæli N.L.F.Í. í Hveragerði. Byggingarframkvæmdir. Nýja viðbótarbyggingin, sem lesendum Heilsuverndar er kunnugt um að byrjað var að byggja síðastliðið haust, er nú það langt komin, að sjúklingar eru fyrir nokkru farnir að búa í hluta hennar. öll herbergin munu verða komin í notkun um 25. júlí. Eftir er þó að dúkleggja og fullmála, en það verður gert á næsta vetri, þegar aðsókn að hælinu minnkar. Aðsókn að hælinu. Umsóknir um hælisvist eftir 15. ágúst, þegar sjúkra- samlagssjúklingar verða teknir inn á ný, eru meiri en svo, að allir sem pantað hafa geti komizt inn þá strax. Flestir þessara sjúklinga munu dvelja 4—6 vikur, og nú þegar eru upp pöntuð þau rúm, sem losna í september, þegar fyrsti hópurinn fer. Nokkuð er komið af pöntunum um hælisvist í október, enn er þó hægt að bæta við á þann mánuð. Daggjöld og greiðslur. Daggjöld þeirra sjúklinga, sem njóta nuddmeðferðar, leirbaða eða annars slíks, eru kr. 135.00. Þar af hafa öll sjúkrasamlög landsins heimild til að greiða kr. 100.00, en eru ekki skyldug til þess, lögum samkvæmt. Þetta veldur því, að stjórnir hinna ýmsu sjúkrasamlaga haga þessu á ýmsan hátt. I Reykjavík og víða annarsstaðar greiða sjúkra- samlögin kr. 100.00 á dag í allt að 42 daga, einu sinni á ári, fyrir þá sjúklinga, sem þess óska og eru taldir þurfa á hæl- isvist hér að halda, samkvæmt dómi trúnaðarlæknis. önn- ur hafa samþykkt lægri upphæðir, og til mun það vera, að þessi greiðsla sé miðuð við eitt skipti á ævinni fyrir hvern sjúkling, en þess munu mjög fá dæmi, sem betur fer. Vegna

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.