Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 34

Heilsuvernd - 01.09.1959, Qupperneq 34
96 HEILSUVERND þessa misræmis og eins vegna hins, að mjög seint gengur að fá greiðslur hjá ýmsum sjúkrasamlögum, þá mun nú um miðjan ágúst verða tekið upp það fyrirkomulag á hæl- inu, að sem flestir sjúklingar greiði dvöl sína hér að fullu sjálfir og innheimti svo hjá sínu sjúkrasamlagi, þegar heim kemur. Hælislóðin. Lítilsháttar er nú byrjað á að rækta og slétta næsta umhverfi hælisins, og mun því verki verða haldið áfram á næstu árum. Á sumardaginn fyrsta s.l. barst hælinu skemmtileg sumargjöf. Var það sjóður að upphæð kr. 2.700.00. Þessi peningaupphæð var samskotafé frá flestum þeim sjúklingum, sem hér dvöldu þá. Átti Haraldur Halls- son frá Steinkirkju forgöngu um þessi samskot, en þau voru ánægjulegur vottur um þann áhuga um velferð stofnunar- innar, sem rikir hjá þeim, sem hér dvelja. Sundlaugarklukka. Annað atriði má nefna, sem bendir á umbótaáhuga sjúklinganna. Það er að nú hefir verið keypt sundlaugar- klukka fyrir samskotafé sjúklinganna og starfsfólksins. Hefir henni verið komið fyrir, þar sem vel sér á hana úr lauginni. Kapellusjóðurinn. Enn hafa borizt nokkrar gjafir og áheit í kapellusjóð- inn, og ætti fólk hann vel að muna, ef það vill og getur látið eitthvað af hendi rakna góðu máli til framdráttar. Ráðskonuskipti. Hinn síðasta júní s.l. lét af störfum sem ráðskona hælis- ins frú Sigurlaug Jónsdóttir. Hún hefir starfað hér mörg ár af frábærum áhuga, dugnaði og samvizkusemi, en varð nú að hætta vegna heimilisástæðna. Við starfinu tók ung- frú Kristrún Jóhannsdóttir, Hveragerði. Er hún vel mennt- uð og áhugasöm um framgang stefnu okkar og starfs.

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.