Heilsuvernd - 01.12.1979, Síða 7

Heilsuvernd - 01.12.1979, Síða 7
gerði til sjálfs sín, að vera hálfur maður í starfi. Haustið 1952, þá 48 ára að aldri, hóf hann nám í læknadeild Háskóla íslands og lauk þar námi á aðeins fimm og hálfu ári. .. . Björn var starfsamur og afkastaði miklu. Hver sjúklingur var skoðaður við komu á hælið og aftur v.ð brottför, en jafnframt var tekið á móti cjúklingum hælisins í viðtalstíma eftir óskum. Þetta vann Björn af mikilli vandvirkni eins og sjúkraskrár hans bera með sér. . . Stjórn Heilsuhælisins einkenndist af reglusemi og góðu skipu- lagi. Landsþekkt er hin kjarnmikla jurtafæða hælisins, en jafn- framt er rekin fjölþætt endurhæfingarmeðferð sjúkra. Þar hafa dvalið þúsundir landsmanna til lækninga, hvíldar og hressingar og þrátt fyrir hinar auknu ferðir íslendinga til sólarlanda og á erlend heilsuhæli, virðist ekkert lát á aðsókn til Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Björn var mikill hugsjónamaður og ásamt hinum almennu lækningum leit hann á það sem hlutverk sitt að vinna að fremsta megni gegn sjúkdómum með því að uppfræða almenning um holla lífshætti og neysluvenjur. Um hann hefir staðið styr eins og jafn- an er um þá sem ekki fara troðnar slóðir. Skapfesta hans, skýr hugsun og sannfæring voru honum slíkur styrkur að andófið gegn honum varð honum ekki til trafala og kom hann jafnan meiri maður út úr hverri viðureign. En fræðslustarf hans hefur borið árangur og á sinn mikla þátt í breyttum og hollari neysluvenj- um hjá fjölda landsmanna.“ Magnús G. Jónsson menntaskólakennari segir svo m.a. í sama blaði: ,,Þegar Björn kom heim til íslands 1930, var hann því ekki aðeins vel lærður í veðurfræði, heldur hafði hann einnig traust tök á frönsku máli. Má geta þess, að hann var mörg ár prófdómari í frönsku við Menntaskólann í Reykjavík, fyrst hjá Páli Sveinssyni og síðan hjá undirrituðum. Það fór mjög að líkum, að Björn gerðist félagi í Alliance Francaise. Var hann brátt kjörinn í stjórn félagsins, fyrst sem féhirðir, síðan varaforseti. Átti hann sæti í stjórninni jafna síðan þar til hann fluttist til Hveragerðis.... Björn var gerður heiðurs- félagi í Alliance Francaise og fékk opinbera viðurkenningu frá HEILSUVERND 127

x

Heilsuvernd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.