Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 18

Heilsuvernd - 01.12.1979, Blaðsíða 18
ur bent á, að fram til 1916 hafi ekki einu sinni verið minnst á poka í ristli í læknabókum og að botnlangabólga hafi verið sjaldgæf fyrir 1880. í byrjun 19. aldar veiktist aðeins þrítugasti hver maður af krabbameini, en nú á tímum veikist fimmti hver maður af þeim sjúkdómi. í breska læknablaðinu Lancet birtist árið 1972 grein eftir vinnuhóp lækna, sem rannsakað höfðu matarvenjur og hægðir fólks í Austur- og Suður-Afríku. Einn úr þessum hópi, dr. Denn- is Burhilt, kunnur vísindamaður, hafði lýst þeirri skoðun sinni að skortur á trefjaefnum í fæðu gæti valdið ýmsum sjúkdómum, svo sem krabbameini, ristilbólgu, kviðsliti, æðahnútum og hægða- teppu. Rannsóknir læknanna á hægðum fólks leiddu í ljós: 1. Afríkumenn hafa eðlisþyngri og meiri hægðir en Englend- ingar og ekki eins daunillar. 2. Þeir melta matinn þrisvar sinnum hraðar en Englendingar. 3. Þeir borða þrisvar sinnum meira trefjaefni. Rannsóknir á tíðni sjúkdóma leiddu m.a. í ljós: 1. Hjartasjúkdómar eru svo til óþekktir í sveitum Afríku. 2. Krabbamein í ristli og endaþarmi er mjög sjaldgæft meðal Afríkumanna. 3. Botnlangabólga þekkist þar ekki. 4. Ristilbólga er nærri óþekktur sjúkdómur þar. 5. Æðahnútar eru mjög fátíðir í sveitum Afríku. 6. Offita er svo til óþekkt þar. Það kom í ljós, að meðal Afríkumanna sem taka upp mataræði vestrænna þjóða fer brátt að bera á sjúkdómum sem tíðir eru á Vesturlöndum. Bantu-negri í Suður-Afríku borðar að meðaltali 25 grömm af trefjaefni á dag, en Vesturlandabúi aðeins 8 grömm. Breytt fæðuval á Vesturlöndum Síðastliðin 50 ár hefur neysla ferskra ávaxta og grænmetis, sem eru megingjafi vítamína og steinefna, minnkað um helming í Bandaríkjunum. Á sama tíma hefur neysla á niðursuðuvörum og öðrum unnum matvælum meira en tvöfaldast. Við niður- 138 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.