Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 24

Heilsuvernd - 01.12.1979, Qupperneq 24
brigðisyfirvöldum,þ. ám. daggjaldanefnd.Hinsvegar yrði að leggja ríka áherslu á í samstarfi um rekstur heilsugæslustöðvarinnar, að ekki verði slakað á þeirri kröfu, að beitt verði ávallt „náttúr- legum heilsuverndar- og lækningaaðferðum" eins og segir í lög- um bandalagsins. Bygging heilsuhælis NLFA í Kjarnaskógi við Akureyri hófst í ágúst 1979. Miklar viðræður höfðu farið fram milli stjórnar NLFÍ og NLFA um hugsanlega eignaraðild NLFÍ að hælinu og fjárstuðning þess við byggingu hælisins. Stjórnin leitaði álits lögfræðings bandalagsins um eignaraðildina og var niðurstaða athugana hans sú, „að slík uppbygging, hvar sem væri á landinu, yrði algjört framkvæmdaatriði félagsdeildarinnar á þeim stað þar sem hælið skyldi reisa, en hælið sjálft síðan sjálfseignarstofn- un.“ Stjórnin samþykkti síðan fjárframlag til byggingar hælisins samtals 10 millj. kr„ þ.m.t. byggingarstyrkur frá ríkinu, og allur hagnaður af happdrættinu, hvorttveggja miðað við árið 1978. Forseta NLFÍ var boðið að vera viðstaddur þegar fyrsta skóflu- stunga var tekin og flutti hann NLFA árnaðaróskir í tilefni þessa merka áfanga í sögu félagsins. Samkvæmt lögum um heilbirgðisþjónustu frá 1978 ber sjúkra- húsum, sem starfrækt eru af sjálfseignarstofnun, að hafa sér- staka sjúkrahússtjórn og skulu eigendur kjósa þrjá stjórnar- menn, hlutaðeigandi sveitarfélag einn og starfsmannaráð sjúkra- hússins einn. í samræmi við þessi lög setti heilbrigðisráðuneytið heilsuhælinu reglugerð, sem tók gildi 29. des. 1978. í stjóm voru skipaðir Arnheiður Jónsdóttir, Eggert V. Kristinsson og Eiður Sigurðsson af hálfu stjórnar NLFÍ, Þórhallur B. Ólafsson af hálfu hreppsfélagsins og Jóna Einarsdóttir tilnefnd af starfsmannaráði. Nýr yfirlæknir, fsak G. Hallgrímsson, tók til starfa á hælinu 1. október 1979. Hafin var smíði viðbyggingar við hælið sumarið 1978 og var stefnt að því að hún yrði fokheld haustið 1979. í lok skýrslunnar segir, að þótt ekki blási byrlega í bili hvað fram- kvæmdir varðar vegna þeirrar óðaverðbólgu, er hér geisi, hljótum við að vera bjartsýn og til þess sé fyllsta ástæða, því náttúru- lækningastefnunni hafi á undanförnum árum vaxið ört fylgi bæði innan læknisfræðinnar, hjá heilbrigðisyfirvöldum og meðal al- 144 HEILSUVERND

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.