Völundur - 01.04.1935, Síða 4

Völundur - 01.04.1935, Síða 4
2 VÖLUNDUR þjóðarinnar, sem mesta alúð verður að leggja við. En þar er ekki mikilla umbóta von, ef iðnverkamennirnir sjálfir taka þar ekki forustuna. Iðnverkamenn verða að hætta að líta á sjálfa sig sem vinnutæki atvinnure'kenda og kaupmanna. Þeir verða að fara að opna augun fyrir því, að þeir eru annað og meira — að þeir hafa öll skilyrði til þess að koma fram í þessu máli sem hugsandi og ráðandi menn. Þetta rit er stofnað sem tilraun til þess að sameina iðnverkamenn um ákveðna stefnu, í afskiftum þeirra að iðnaðarmálum, — þá stefnu, sem lýtur að auknum framförum í iðnaði og skipulagning iðnaðar sem atvinnu- greinar, með þjóðarheild að markmiði. Ef þessi tilraun hepnast, er með henni skapað tækifæri fyrir iðnaðarmenn til þess, að koma hugsunum sínum á framfæri í rit- uðu máli, og fá á einum stað yfirlit yfir það, sem markverðast gerist í iðnaðarmálum, jafnt í hugsun sem framkvæmd. Pjetur G. Guðmundsson. Samband iðnverkamanna. Að undanförnu hafa fjelög iðnverkamanna hjer á landi ekkert samband haft sín á milli eða formlegt samstarf. Öll viðleitni til sam- starfa hefur farið á tvístring. Sum hafa ver- ið í fulltrúaráðum verklýðsfjelaganna. Sum hafa verið í iðnráðum í sambandi við fjelög atvinnurekenda. Sum eru í Iðnsambandi byggingamanna hjer í Reykjavík, þar sem atvinnurekendur eiga einnig fulltrúa. Sum hafa alls engan þátt tekið í almennu sam- takastarfi. Af þessu stafar sú hætta, þegar skipulagn- ing iðnaðar- og atvinnumála eykst, að iðn- verkamenn verði allsstaðar hornrekur og megi sín einskis sem heild. Eina og sjálfsagðasta ráðið til að afstýra því er það, að fjelög iðnverkamanna myndi sjerstaka samtakaheild undir sameiginlegri yfirstjórn. Það er vafalaust, að nú á næstunni verða gerðar margar og áhrifaríkar ráðstafanir um skipun iðnaðarmálanna, meðal annars iðnlöggjöfin bætt eða endursamin. Og hitt er jafnvíst, að hlutur hins vinnandi lýðs í iðnaði verður þar fyrir borð borinn í mörg- um greinum, ef iðnaðarverkamenn sjálfir bindast ekki föstum samtökum um vernd sinna sjerstöku áhuga- og hagsmunamála. Stofnun sambands milli fjelaga iðnverka- manna hefir verið ofarlega í hug nokkurra manna undanfarin missiri. En sem upphaf framkvæmda í því máli má telja fund, sem haldinn var í Reykjavík 23. sept. 1934, þar sem saman voru komnir tilkvaddir menn frá 7 félögum. Á þessum fundi voru allir á e.inu máli um nauðsyn þess að stofna samband með f jelögunum, og var kosin þriggja manna nefnd til þess að vinna að frekari framgangi málsins. Nefndin samdi frumvarp að lögum, kall- aði saman fleiri undirbúningsfundi og gekst fyrir kosningu fulltrúa í fjelögunum. Stofnfundur var svo haldinn á nýársdag 1935 og þar samþykt, af fulltrúum frá 8 iðnfjelögum, að stofna Samband iðnverka- manna. Ekki vanst þó tími til þess á þeim fundi að ljúka stofnunarstörfum. En þeim var lok- ið á framhaldsfundi 9. janúar. Stefnuskrá Sambandsins er þannig orðuð (í 2. gr. laganna) :

x

Völundur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Völundur
https://timarit.is/publication/1623

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.