Heilsuvernd - 01.05.1982, Qupperneq 7

Heilsuvernd - 01.05.1982, Qupperneq 7
Læknir læknar sjálfan sig af krabbameini Frásögn af lækningu dr. Anthony Sattilaro’s af krabbameini. Endurprentuð úr East West Jou rnal, maí 1980. Rétt fyrir kl. 9 f.h. 25. septem- ber 1979 kom forseti Methodist Hospital í Philadelphiu, i skrif- stofu sína og fór í einn af gömlu læknasloppunum sínum, og bað til Guðs að krabbameinið væri horfið úr líkama sínum. Síðan hraðaði hann sér eftir ganginum að röntgendeildinni. Fimmtán mánuðum fyrir þennan septembermorgun höfðu læknarnir séð að hinn 48 ára lík- ami Dr. Anthonys Sattilaro’s væri alsettur illkynja æxlum, krabbameinið hafði breiðst til hauskúpunnar, í hægri öxlina, rifin, bringubeinið, hrygginn og blöðruhálskirtilinn. Líkurnar væru þær, að hann ætti um átj- án mánuði ólifaða. Nú, þegar dr. Sattilaro gekk inn í röntgendeildina þennan haustdag, baðst hann fyrir eins og heilagur maður, enda þótt hann innst inni væri vongóður. Hann heilsaði öllum viðstöddum og horfði á, meðan læknarnir sprautuðu geislavirkum lit í æð- ar hans. Síðan biðu þeir þess, að beinin tækju það í sig, svo unnt væri að taka beinamynd, eða sneiðmyndir! Fjórum stundum siðar var tæki, svipað geiger-telj- ar, rennt yfir líkama hans, til að finna, hvar litarefnið hefði sest að og finna þannig krabbameins- frumurnar. Allt var eðlilegt. Nýjar athuganir, m.a. röntgen- myndir staðfestu það: Sattilaro var hreinn. Ekkert krabbamein var eftir i líkama hans. Læknar Methodist Hospital voru furðu lostnir. Sattilaro hafði læknað sig sjálfur, ekki með venjulegum læknisfræðileg- um aðferðum, heldur með því að breyta um matarræði og lífsstíl. Fimmtán undanfarna mánuði hafði Sattilaro stundað makro- biotics. Áhrifa lækninga dr. Sattila- ro’s gætir enn á Methodist Ho- spital. Allmargir læknar og aðrir starfsmenn þar hafa þegar breytt matarvenjum sínum. Einkaritari hans, Mari Ginnari, stundar makrobiotics, og það gera fleiri af starfsliðinu. En það, sem er athyglisverðast, að áliti Satti- laro’s og starfsliðsins, er að lækning hans hefur leitt til tafar- lauss endurmats á hlutverki matarræðis í meðferð sjúkdóms- ins. Varaforseti Methodist Hospi- tal, dr. John Giacobbo, sagði: Á Methodist voru flestir sannfærð- ir um að dr. Sattilaro væri dauð- vona. Enginn sjúklingur með þessa tegund sjúkdóms lifir í fimm ár. En nú er hann fullkom- lega heill og ég er undrandi. Ég held, að mataræðið hafi valdið þessu. Dr. Sattilaro ólst upp i High- land Park, New Jersey og nam við Rutgers University og út- skrifaðist 1953. 1957 útskrifaðist hann frá Hanneman Medical College, fór til Hartford Hospit- al til að gerast svæfingalæknir og starfaði síðan í flughernum til 1963. Skömmu áður en hann tók við sem aðalframkvæmdastjóri Methodist (í árslok 1957) sótti hann Harvard Business School og Public Health til að leggja stund á stjórnun heilbrigðis- mála. Sattilaro, sem er pipar- sveinn, hefur starfað hjá Metho- dist Hospital í s.l. fjórtán ár. Þegar litið er á Sattilaro nú er erfitt að trúa því, að fyrir rúmu ári hafi hann gengið undir þrjár brottnáms skurðaðgerðir og 70 kg þungi hans er jafndreifður um grannan, 170 cm. háan lík- amann. í svörtu hárinu vottar varla fyrir gráu. Hann er sól- brúnn, augu hans bera vott um lífsþrótt og skíra hugsun. Starfs- félagar hans hafa að undanförnu haft orð á því, að hæglega mætti telja hann undir fertugu. Saga hans um baráttuna við og sigurinn yfir einhverjum ógn- vænlegasta sjúkdómi á Vestur- löndum hefst í maí 1979, þegar stjarna hans virtist í háþunkti. Hann hafði verið aðalfram- kvæmdastjóri Methodist í sex mánuði og framundan var fyrsta stóra eftirlit hans á sjúkrastofn- uninni, sem hann bjóst við að Ijúka með heiðri og sóma. Hon- um virtist allt vera í fullkomnu lagi og þetta væri heppilegur tími til að fara í gagngerða læknis- skoðun. Eftir skoðunina hringdi rönt- gensérfræðingurinn og sagði,, að eitthvað væri óeðlilegt við út- komuna. Röntgenmyndir sýndu stórt æxli í vinstri síðunni. Dag- inn eftir, fimmtudaignn 1. júní 1978, gerðu læknar Methodist beinascan á Sattilaro. Útkoman var slæm. ,,Það voru „rnein- vörp“ (krabbamein) í hauskúp- unni, hægri öxlinni, tveim hryggbeinum, sennilega bringu- beininu og stórt æxli í sjötta rifi vinstra megin“, saðgi Sattilaro. HEILSUVERND 5

x

Heilsuvernd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilsuvernd
https://timarit.is/publication/1615

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.