Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Blaðsíða 4
4 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
Á kjörskrá í suðvestur kjördæmi voru
68.242 og kusu 54.667 eða 80,1% kjör
sókn sem er sú lélegasta nokkru sinni.
Af þeim skiluðu 1.197 auðu atkvæði
eða 2,2% þeirra sem tóku þátt en ógild
atkvæði voru 169 eða 0,3% atkvæða.
Á landsvísu var kjörsókn aðeins
79,2%. Kjörsókn í suðvesturkjördæmi
var næst best, aðeins í norðvestur kjör
dæmi var kjörsóknin betri, 81,2%.
Er þetta athyglisvert í ljósi þess að
þessar snemmbúnu kosningar eru
tilkomn ar vegna háværra krafna kjós
enda!
Fjölgað hafði á kjörskrá um 8,1% frá
því 2013 en þá var kjörsókn 82,5%. Þá
voru auðir seðlar 2,1% og ógildi 0,3%
eins og nú.
SEX FLOKKAR FENGU
ÞINGMANN
Sex flokkar náðu manni inn, Björt
framtíð (2), Framsókn (1), Píratar (2),
Sjálfstæðisflokkur (5) og Viðreisn (2).
Þingmaður Bjartrar framtíðar er upp
bótarþingmaður sem og annar þing
maður Viðreisnar.
PÍRATAR NÆR
ÞREFÖLDUÐU FYLGI SITT
Píratar bættu hlutfallslega mestu
fylgi við sig í kjördæminu, nær þre
földuðu fylgi sitt, juku fylgi sitt um
172% frá síðustu kosningum og fengu
2 þing menn en höfðu einn þingmann
fyrir.
Vinstri græn juku fylgi fylgi sitt
næst mest eða um 51,9% en náðu ekki
að bæta við sig þingmanni.
flokkur atkvæði % 2013 kjörd. uppb. þingmenn
Sjálfstæðisflokkur (D) 18.049 33,9% 30,7% 5 0 5
Píratar (P) 7.227 13,6% 5,0% 2 0 2
Viðreisn (C) 6.857 12,9% 1 1 2
Vinstri græn (V) 6.378 12,0% 7,9% 1 0 1
Björt framtíð (A) 5.458 10,2% 9,2% 1 1 2
Framsókn (B) 4.062 7,6% 21,5% 1 0 1
Samfylking (S) 2.532 4,8% 13,6% 0 0 0
Flokkur fólksins (F) 1.742 3,3% 0 0 0
Dögun (T) 893 1,7% 3,8% 0 0 0
Alþýðufylkingin (R) 103 0,2% 0 0 0
Bjarni
Benediktsson
Sjálfstæðisflokkur
Bryndís
Haraldsdóttir
Sjálfstæðisflokkur
Jón Þór
Ólafsson
Píratar
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Viðreisn
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
Vinstri græn
Jón
Gunnarsson
Sjálfstæðisflokkur
Óttarr
Proppé
Björt framtíð
Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir
Píratar
Vilhjálmur
Bjarnason
Sjálfstæðisflokkur
Theodóra S.
Þorsteinsdóttir
Björt framtíð
Jón Steindór
Valdimarsson
Viðreisn
Óli Björn
Kárason
Sjálfstæðisflokkur
Eygló
Harðardóttir
Framóknarflokkur
Þingmenn suðvesturskjördæmis
Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðabær, Kópavogsbær, Seltjarnarnesbær, Mosfellsbær, Kjósarhreppur
80,1% kjörsókn í suðvesturkjördæmi
Versta kjörsókn á landsvísu í kosningum sem fólkið krafðist!
Björt framtíð jók fylgi sitt um
10,9% og náði að bæta við sig uppbótar
þing sæti.
Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig
10,4% fylgi og náði ekki að bæta við
sig þingmanni.
FRAMSÓKN OG
SAMFYLKING TÖPUÐU
NÆR 65% AF FYLGI SÍNU
Framsókn og Samfylking guldu
mikið afhroð í kosningunum og töpuðu
64,7% af fylgi sínu.
Samfylkingin missti báða sína þing
menn og Framsókn tapaði tveimur af
þremur þingmönnum sínum.
Dögun tapaði rúmlega helmingi af
kjörfylgi sínu eða um 55,3% og fékk
engan mann kjörinn frekar í síðustu
kosningum.
AÐEINS 4 ENDURKJÖRNIR
EN SAMT AÐEINS 3 SEM
EKKI HAFA VERIÐ
ALÞINGISMENN ÁÐUR
Af þeim 13 þingmönnum í suðvestur
kjördæmi voru aðeins 4 þeirra þing
menn kjördæmissins á liðnu kjör
tímabili. Þó hafa aðeins 3 ekki gegnt
þingstörfum áður, þau Þórhildur Sunna
Ævarsdóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir
og Jón Steindór Valdimarsson. Hin
hafa öll setið á þingi sem varaþingmenn
eða fyrir annað kjördæmi.
Úrslit kosninganna í SV kjördæmi
Viðreisn eini nýi flokkurinn sem náði inn þingmanni
Næst besta kjörsóknin var í suðvesturkjördæmi af kjördæmum landsins.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n