Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Blaðsíða 5
www.fjardarfrettir.is 5FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
SÚRDEIGSBRAUÐ MEÐ
fennel og sætum kartöflum
hnetum og hvítu súkkulaði
kardimommu og rúsínum
trönuberjum
BAKAÐ UM HELGAR
Súrdeigs snittubrauð – ítölsk
Súrdeigs hvítlauks snittubrauð
S t r a n d g ö t u 4 9 - H a f n a r fi r ð i - S í m i 5 5 5 4 0 4 6
SÆLKERA
SÚRDEIGSBRAUÐ
bökuð eftir aldagömlum hefðum
Verið
ve lkomin
Sl. mánudag samþykkti bæjarráð
Hafnar fjarðar að vísa tillögu til fjár
hagsáætlunar fyrir 2017 til fyrri
umræðu í bæjarstjórn. Tillagan er þó
ekki aðgengileg almenningi og hefur
almenningur því ekki möguleika á að
kynna sér tillöguna og koma með
ábendingar eða fyrirspurnir fyrr en rétt
áður en hún er tekin til fyrri umræðu.
Bæjarfulltrúar fá ekki senda tillöguna
fyrir en nk. mánudag, tveimur dögum
fyrir fyrri umræðu í bæjarstjórn og fá
því ekki mikinn tíma til að kynna sér
tillöguna áður en til umræðu kemur.
Ástæðu þessa segir bæjarstjóri vera
skilyrði sem sett eru af Nasdaq kaup
höllinni en 5,5 milljarða kr. skuldabréf
gefið út af Hafnarfjarðarbæ og skráð í
desember 2014 með lokadegi í maí
2044 er skráð í kauphöllinni.
ÁKVÆÐI KAUPHALLAR
INNAR EKKI HINDRUN
Skv. upplýsingum forstöðumanns
eftirlitssviðs Nasdaq Ísland er gerð
krafa um að upplýsingar sem haft geta
áhrif á gengi skuldabréfs séu tilkynntar
kauphöllinni a.m.k. á sama tíma og þær
séu gerðar aðgengilegar öðrum. Því er
ekkert til fyrirstöðu að tillaga til
fjárhagsáætlunar sé gerð opinber strax
þegar bæjarráð hefur samþykkt að vísa
henni til bæjarstjórnar svo fremi sem
upplýsingunum sé samtímis komið til
kauphallarinnar. Að sama skapi ætti
heldur ekkert að vera því til fyrirstöðu
að birta aðrar forsendur fjárhagsáætlunar
fyrr með sama hætti.
TVÆR UMRÆÐUR
SÝNDARMENNSKA?
Í sveitarstjórnarlögum eru ákvæði um
að fjárhagsáætlun fái tvær umræður í
bæjarstjórn. Í dag er raunin hins vegar
sú að bæjarfulltrúar fá tillöguna senda
tveimur dögum fyrir fund bæjarstjórnar
og enga kynningu fyrr en strax fyrir
fund bæjarstjórnar þar sem fyrri
umræðan á að fara fram. Í flestum
tilfellum hefur tillagan aðeins verið
kynnt af bæjarstjóra og bæjarfulltrúar
hafa almennt lítt tjáð sig um tillöguna
og umræðum frestað. Við síðari
umræðu er á einum og sama fundinum
aðal umræðan um fjárhagsáætlunina og
afgreiðsla hennar svo litlir möguleikar
eru á að bregðast við athugasemdum
sem fram gætu komið á fundinum. Það
væri hægt ef tillagan fengi í raun tvær
umræður og hún svo afgreidd á þriðja
fundinum.
LÍTIÐ SAMRÁÐ VIÐ ÍBÚA
Engir kynningar eða samráðsfundir
eru haldnir með bæjarbúum í aðdrag
anda að gerð fjárhagsáætlunar. Í svari
við rökstudda ósk Fjarðarfrétta um að
fá tillöguna segir bæjarstjóri að vegna
skilyrða Kauphallarinnar sé það ekki
hægt fyrr en á mánudag þegar tillagan
hefur verið send bæjarfulltrúum og
Kaup höllinni.
KYNNING MILLI
UMRÆÐNA
Upplýsir bæjarstjóri að haldinn verð i
fundur með íbúum á milli um ræðna þar
sem fjárhagsáætlunin verði kynnt
bæjarbúum.
Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir hefur
bæjarstjóri ekki svarað því hvers vegna
ekki hafi verið hægt að opinbera tillögu
til fjárhagsáætlunar strax eftir fund
bæjarráðs sl. mánudags og senda hana
um leið til kauphallarinnar.
Tillaga að fjárhagsáætlun lokuð bæjarbúum
5,5 milljarða króna skuldabréf í Kauphöllinni sögð ástæðan
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n