Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Page 7

Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Page 7
www.fjardarfrettir.is 7FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Flatahrauni 5a Hfj. Sími: 555 7030 Opið alla daga frá kl. 11:00 til 22:00 Kíktu á matseðilinn á www.burgerinn.is Nýlega færði Hlaupahópur FH Krabbameinsfélaginu fjárstuðning að upphæð 232 þúsund krónur sem söfnuðust í Bleika hlaupinu, árlegu hlaupi sem hlaupahópurinn stendur yfir. Í hlaupið mæta hlauparar víðs vegar að, úr hinum ýmsu félögum og leggja sitt að mörkum í söfnunarbauk. Allir mæta klæddir í bleikt og leggja margir mikið á sig til að gera búningana sem skemmti legasta. Þegar í mark er komið býður hið allra glæsilegasta veisluborð sem félagar í hópnum hafa útbúið og hlauparar njóta góðra veitinga og sérstaklega skemmti­ legs félagsskapar. Hlupu í bleiku og söfnuðu 232 þús. kr. Hlaupahópur FH styrkti Krabbameinsfélagið Fulltrúi Krabbameinsfélagsins tekur við peningagjöfinni úr hendi fulltrúa Hlaupahóps FH, Brynju Bjargar Bragadóttur. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Maraþonkonur Hildur Aðalsteinsdóttir úr Skokkhópi Hauka varð fyrst kvenna í heilu mar­ þoni í Haustmaraþon Félags mara þon­ hlaupara sem haldið var fyrir skömmu. Kom hún í mark á 3:41:41 klst. Var hún að hlaupa sitt annað mara þon og bætti hún tíma sinn um tæpar 47 mínútur! Bryndís María Davíðsdóttir úr Hlaupa hópi FH varð þriðja í flokki kvenna á 3,46.30 klst. Einar Eiríkur Hjálmarsson úr Hlaupa­ hópi FH varð fremstur Hafnfirðinga í heilu maraþoni en hann kom annar í mark á 3,12.17 klst. Veðrið var haustlegt og blautt og nokkuð rok á hluta leiðarinnar en hlaup ið var frá Elliðaárdal eftir Foss­ voginum og vestur fyrir flugvöll og til baka. Hildur Aðalsteinsdóttir og Bryndís María Davíðsdóttir. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.