Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Blaðsíða 8

Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Blaðsíða 8
8 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Norðurlandamót unglinga í óly mp­ ískum lyftingum var haldið í Íþrótta­ húsinu við Strandgötu um helgina. 82 keppendur voru á mótinu, þar af 22 íslenskir og þrír þeirra úr Hafnarfirði. Freyja Mist Þórisdóttir úr Kópavogi vann sögulegt afrek á mótinu er hún snaraði 89 kg sem er það mesta sem íslensk kona hefur snarað. Sigraði hún í sínum aldursflokki og varð því Norðurlandameistari. Er hún fædd 1996 og keppir í 75 kg flokki. Finnar voru sigursælastir á mótinu, sigruðu í landskeppni í þremur af fjórum flokkum en Norðmenn sigruðu í einum.. Ísland varð í 2. sæti í stigakeppni í unglingaflokki karla en í þriðja sæti í unglingaflokki kvenna og barnaflokkunum. Vel heppnað Norðurlandamót Unglingar kepptu í ólympískum lyftingum Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Freja Obel Rosendahl frá Danmörku. Hrafnhildur Finnbogadóttir úr Kópavogi lyftir hér 58 kg. Kvennakór Hafnarfjarðar heldur tónleika í Hásölum við Strandgötu miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20. Tónleikarnir verða helgaðir íslenskri tungu og fær kórinn til sín góða gesti sem eru kórkonum ekki með öllu ókunnir. Þetta eru félagar úr Karlakór Hreppamanna sem tóku svo einstaklega vel á móti Kvennakór Hafnarfjarðar síð ast liðið vor þegar kórarnir tveir sungu saman á Flúðum og á Selfossi. Kórkonur munu ekki syngja hefð­ bundna jólatónleika í ár og bregða þar með út af margra ára hefð. Þess í stað halda þær núna alíslenska tónleika sem bera yfirskriftina Móðurmálið mitt og verða flutt ljóð og lög eftir mörg dáð­ ustu ljóðskáld þjóðarinnar. Má þar fyrst nefna Jónas Hallgrímsson, sem dagur íslenskrar tungu er kenndur við, Hall­ grím Pétursson, Tómas Guðmundsson, Megas og fleiri meistara íslenskrar ljóðagerðar. Sem dæmi um lagahöfunda má nefna Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Halldórsson, Inga T. Lárusson og Oddgeir Kristjánsson. „Það er kórkonum kærkomið tækifæri að fá að rifja upp og flytja öll þessi fallegu íslensku sönglög sem hafa lifað og dafnað með þjóðinni um langan aldur,“ segir Sigríður Þyrí Skúladóttir ein kórfélaga. Stjórnandi Kvennakórs Hafnarfjarðar er Erna Guðmundsdóttir og píanóleikari er Antonía Hevesi. Stjórnandi Karlakórs Hreppamanna er Edit Molnár og píanóleikari er Miklós Dalmay. Miðasala á tónleikana er hjá kó r kon­ um og við innganginn og er miðaverð 2.500 kr. Einnig má senda tölvupóst á kvennakor.hafnarfjardar@gmail.com eða skilaboð á Facebook síðu kórsins. Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri. Tónleikagestum verður boðið að þiggja kaffi og konfekt í tónleikahléi. Kvennakór Hafnarfjarðar syngur með Karlakór Hreppamanna á degi íslenskrar tungu Kvennakór Hafnarfjarðar verður með tónleika í Hásölum miðvikudaginn 16. nóvember Karlakór Hreppamanna.

x

Fjarðarfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.