Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Síða 10

Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Síða 10
10 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Systkinin Anna og Kjartan Ólafsbörn hafa opna verslun fyrir gæludýra eig­ endur að Strandgötu 32. Þau hafa um nokkur ár rekið heildverslun og vefverslun hér í bæ með vörur fyrir eigendur gæludýra, propac.is Þau eru því með mikla reynslu og bjóða upp á vörur fyrir ýmis dýr þó vörur fyrir huda séu mest áberandi. Í Litlu gæludýrabúðinni má fá hunda­ og kattarmat frá PROPAC, fugla og smádýramat, nagbein, hunda­ og kattarnammi, fugla­ og smádýrastangir, tauma, ólar, búr, bæli og kattarsand svo eitthað sé nefnt. Opið er virka daga kl. 11­18 og laugardaga kl. 10­18. HUNDABAÐ Þau Anna og Kjartan sýna stolt hundabaðið K9000 sem þau segja eina hundabaðið á landinu sem fólk getur komið með hundinn sinn í og baðað. Aðstaðan til að baða hundinn er mjög góð og hægt að velja sjampó sem hentar feldi hundsins. Að baði loknu er feldurinn svo þurrkaður með blásara með volgum blæstri. Litla gæludýrabúðin opnuð á Strandgötu Hundaeigendur geta komið og baðað hundinn sinn í hundaböðunartæki! Kjartan Ólafsson og Anna Ólafsdóttir eigendur Litlu gæludýrabúðarinnar. K9000 hundabaðið. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Skógræktarfélag Hafnarfjarðar er stofnað 25. október 1946 og fagnar því sjötíu ára afmæli í ár. Af því tilefni er félögum og velunnurum boðið til kaffisam sætis í Hafnarborg á laugar­ daginn kl. 15­ 17. „Þó nokkrir Hafnfirðingar voru meðal stofnfélaga Skógræktarfélags Íslands þegar félagið var stofnað alþingishátíðarárið 1930. Enn fleiri bættust í hópinn á næstu árum enda fór áhugi á skógrækt vaxandi í bænum. Skógræktarfélag Íslands starfaði á þessum tíma sem samnefnari fyrir hérað s félögin og um leið sem héraðs­ félag fyrir skógræktarfólk í Reykjavík og Hafnarfirði. Þetta skipulag var þungt í vöfum og því var ákveðið haustið 1946 að breyta til og stofna sérstök héraðsfélög í Hafnarfirði og Reykjavík. Skógræktarfélag Íslands starfaði eftirleiðis sem sambandsfélag allra skógræktarfélaga í landinu. Þessi breyt­ ing átti sér stað með formlegum hætti þann 24. október 1946 og daginn eftir, 25. október, síðasta dag sumars komu hafnfirskir skógræktarmenn saman til fundar og stofnuðu Skóg ræktarfélag Hafnarfjarðar“ (1996, Lúðvík Geirsson, Græðum hraun og grýtta mela). Skógræktarfélagið 70 ára Steinar Björgvinsson framkvæmda stjóri Skógræktarfélagsins og Hólmfríður Finnbogadóttir fv. formaður og framkvæmdastjóri félagsins. Fyrsta skógrækarferðin í Gráhelluhrauni 27. maí 1947. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.