Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Blaðsíða 11
www.fjardarfrettir.is 11FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
Íbúar í Áslandi hafa eflaust margir
tekið eftir að jarðvegurinn í brekkunni
við Ásbrautina, næst Kaldárselsvegi
hefur skriðið niður. Þarna var brotið úr
þegar vegurinn var gerður og sáð í.
Miklingar rigningar undanfarið hafa
losað jarðveginn frá hörðu undirlaginu
og skriðið niður á all stórum kafla án
þess að hafa valdið neinni hættu. Miklar
fyllingar eru við Kaldárselsveg sem
áður hefur runnið úr en þar gæti við
verstu aðstæður runnið mikið úr.
Þríþrautadeild Sundfélags Hafnar
fjarðar raðaði inn verðlaunum á upp
skeruhátíð Þríþrautasambands Íslands
sl. föstudag.
Hjördís Ýr Ólafssdóttir varð stiga
hæst í kvennaflokki og þar með þrí
þrauta kona ársins. Hjördís varð einnig
bikarmeistari einstaklinga 2016 með 14
stig af 150 mögulegum.
Bjarki Freyr Rúnarsson varð svo
þriðji í stigakeppni karla en hann varð
einnig þriðji í bikarkeppni einstaklinga.
Valerie Maier og Anton Ingvarsson
voru valin byrjendur ársins og SH varð
stigahæsta þríþrautafélagið annað árið í
röð. Sundfélag Hafnarfjarðar sigraði
einnig í bikarkeppni félaga, fékk 1.117
stig.
Sólvangsdagurinn 2017
Hinn árlegi Sólvangsdagur verður haldinn
laugardaginn 5. nóvember kl. 14-16
Dagskrá
• Sala á munum sem heimilisfólk og gestir dagdvalar
hafa unnið á vinnustofu
• Myndlistarsýning
• Vöfflukaffi með öllu tilheyrandi að hætti Bandalags
kvenna í Hafnarfirði
• Bókamarkaður
• Lifandi tónlist
• Kynning á Hollvinasamtökum Sólvangs
Allir eru hjartanlega velkomnir
og við vonumst til þess að sjá sem flesta.
Hjördís Ýr er þríþrautakona ársins
SH varð stigahæsta þríþrautafélagið annað árið í röð
Hákon Hrafn Sigurðsson þríþrautakarl ársins og Hjördís Ýr Ólafsdóttir
þríþrautakona ársins 2016 með verðlaunagripina.
Þríþrautadeild SH varð stigahæsta þríþrautafélagið 2016.
Rigningin tók með
sér jarðveginn
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Hjördís Ýr er 34 ára iðnhönnuður og
hefur stundað þríþraut í nokkur ár,
mest megnis æft og keppt í Ástralíu þar
sem hún bjó frá 20072009 og svo 2011
til lok ársins 2015.
Fyrsta sumarið sem hún keppti í
þríþraut á Íslandi vann hún stigakeppni
Þríþrautarsambands Íslands og hlaut
því titilinn þríþrautakona ársins. Hún
varð tvöfaldur Íslandsmeistari, í sprett
þraut í Kópavogi og í ólympískri þrí
þraut á Laugarvatni.
Einnig varð hún í öðru sæti í WOW
hálfri ólympískri þríþraut í Hafnarfirði
og Challenge hálfum járnkarli í Kjós í
sumar. Þá hefur hún líka tekið þátt í
hjólareiðakeppnum og náð verðlauna
sætum þar.
Hjördís Ýr Ólafsdóttir