Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Side 12

Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Side 12
12 www.fjardarfrettir.is FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016 Verslunareigendur tóku forskot á sæluna og voru með hrekkjavökuhátíð í Firði sl. fimmtudag en krakkarnir í bænum gengu hins vegar í hús sl. mánu dag og fengu ýmislegt gott í gogg inn. Íbúar á Völlum tóku sig saman og gerðu kort þar sem þau heimili sem voru tilbúin að taka á móti hrekkja­ vöku börnum voru merkt inn á. Milli kl. 18 og 19 gengu svo börn, oft í fylgd fullorðinna á milli húsa og fengu góðgæti. Þau heimili sem voru með voru með einhverja merkingu. Voru íbúar á Völlum mjög ánægðir með hvernig til tókst og segir Pálmey Magnúsdóttir á samfélagsvef Valla að hún hafi tekið á móti um 200 krökkum sem þáðu sælgæti eða lítil epli. Sagði hún að eplin hafi klárast á undan sælgætinu og hafi hún þó haft 4­5 kg af eplum. Sjö ára gutti sagði þetta skemmti­ legasta dag í heimi en hann var svo elskulegur að taka aukapoka með sér fyrir 5 ára systur sína sem var lasin heima. Hrekkjavökuhátíðin hefur enn aukið á samstöðu íbúa á Völlum og ljóst að fleiri taka þátt með hverju árinu. Draugar út um allan bæ Hrekkjavakan verður vinsælli með hverju ári en dreifist á marga daga Húsráðendur á Daggarvöllum 4a tóku vel á móti krökkunum. Þessi íbúð lá vel við og fjölmargir komu og fengu góðgæti. Krakkarnir á Völlum voru skemmtilega málaðir og í alls kyns furðufötum. Kortið góða sem smella mátti á og sjá nánar staðsetningu. hafnfirski fréttavefurinn Sendu inn fréttaskot á: fjardarfrettir@fjardarfrettir.is Skoðaðu nýjustu fréttirnar - ljósmynd dagsins eða leitaðu í fréttasafninu www.fjardarfrettir.is Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarfréttir
https://timarit.is/publication/1526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.