Fjarðarfréttir - 03.11.2016, Blaðsíða 15
www.fjardarfrettir.is 15FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 2016
Handbolti:
3. nóv. kl. 19.30, Víkin
Víkingur - FH, 1. deild kvenna
5. nóv. kl. 16, Ásvellir
Haukar - Stjarnan, úrvalsd. kvenna
9. nóv. kl. 19.30, Austurberg
ÍR - Haukar, bikarkeppni kvenna
9. nóv. kl. 20, Kaplakriki
FH - Grótta, bikarkeppni kvenna
ÚRSLIT KVENNA:
Haukar Selfoss: 2728
FH Valur U: 2824
ÚRSLIT KARLA:
Haukar Grótta: 3432
Akureyri FH: 2424
Körfubolti:
4. nóv. kl. 19.15, Akureyri
Þór Ak. - Haukar, úrvalsdeild karla
9. nóv. kl. 19.15, Ásvellir
Haukar - Grindavík, úrvalsd. kvenna
ÚRSLIT KVENNA:
Njarðvík Haukar: (miðvikudag)
Haukar Stjarnan: 6258
ÚRSLIT KARLA:
Haukar KR: 6194
ÍÞRÓTTIR
Hressleikarnir 2016 verða haldnir
núna á laugardaginn. „Hressleikarnir
eru góðgerðaleikar þar sem við
styrkjum kroppinn og gott málefni í
leiðinni,“ segir Linda Hilmarsdóttir í
Hress en Hressleikarnir eru haldnir nú í
níunda sinn.
EINSTÆÐ MÓÐIR MEÐ
ÞRJÚ BÖRN FÆR
AFRAKSTURINN
Í ár er það Hjördís Ósk Haraldsdóttir,
31 árs sérkennari á leikskólanum Múla
borg sem nýtur afraksturs Hress
leikanna. Hjördís greindist með æxli í
heila árið 2014 og hefur þurft að fara í
tvær erfiðar aðgerðir í kjölfarið, geisla
meðferð og strangar lyfjameðferðir.
Hún býr ein með þremur börnum
sínum, Alyssu Lilju 11 ára, Amý Lynn
9 ára og Aroni Raiden 5 ára á Völlunum.
Aron er langveikur en hann fæddist
með fæðingargallann Gastroschisis og
þurfti m.a. að fara í átta aðgerðir á
fyrsta árinu. Hjördís hefur ekki getað
stundað vinnu siðast liðin tvö ár vegna
veikinda og mun ekki geta unnið á
næstunni.
Hressleikarnir verða haldnir á laugar
daginn kl. 9.1511.15 í Hress að
Dalshrauni 11. Á leikunum munu átta,
28 manna lið, sem öll klæðast sérstök
um lit, æfa í 15 mínútna lotum í tvo.
Hægt er að leggja inn á söfnunarreikning
Hress/fjöl skyld unnar, 1350571304 kt.
5404972149.
Öllum er velkomið að taka þátt hvort
sem þeir eru korthafar í Hress eða ekki
Svitna og styrkja unga fjölskyldu
Hressleikarnir verða haldnir á laugardaginn í níunda sinn
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráð
herra hefur staðfest nýjan samning milli
velferðarráðuneytisins og Hafnar fjarð
arkaupstaðar um byggingu 60 rýma
hjúkr unarheimilis í bæjarfélaginu.
Samn ingurinn kemur í stað eldri samn
ings frá árinu 2010 sem ekki komst til
framkvæmda en Hafnarfjörður var í
upp haflegum hópi sveitarfélaga sem
ákveðið var að semja við um byggingu
hjúkr unarheimilis samkvæmt svo
kallaðri leiguleið. Áætlað er að heimilið
verði tilbúið vorið 2018.
Bæjarfélagið leggur heimilinu til lóð,
í samræmi við lög um heil brigðis
þjónustu, og hefur ákveðið að það verði
byggt á lóð Sólvangs við Sólvangsveg.
Samkvæmt samningnum mun
Hafnar fjarðarkaupstaður bera alla
ábyrgð á framkvæmd verksins, þ.e.
hönn un og byggingarframkvæmdum
og fjármögnun framkvæmdanna. Við
hönn unina skal fylgja viðmiðum vel
ferðarráðuneytisins um skipulag hjúkr
unarheimila þar sem áhersla er lögð á
að aðstæður séu sem heimilislegastar
en mæti engu að síður þörfum fólks
með skerta getu og þörf fyrir hjúkrun,
þjálfun og endurhæfingu.
Byggt verður samkvæmt leiguleið
sem er samkvæmt lögum um málefni
aldraðra. Í því felst að 85% stofnframlag
ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra
greiðist mánaðarlega sem leiga frá
þeim tíma sem hjúkrunarheimilið hefur
verið afhent til notkunar. Kostnaðar
hlutdeild sveitarfélagsins er 15%.
Hjúkr unarheimilið verður eign Hafnar
fjarðarkaupstaðar en óheimilt er að
framselja eignarrétt að hjúkrunarheimil
inu á samningstímanum sem er til 40
ára.
Sjúkratryggingar Íslands munu
auglýsa eftir rekstraraðila fyrir hjúkr
unarheimilið tólf mánuðum áður en
verklok eru fyrirhuguð.
Þessi samningur er mun hagkvæmari
fyrir sveitarfélagið en fyrri samningur
og tryggir ríkið rekstur heimilisins en
áður hefði umframkostnaður fallið á
sveitarfélagið.
Samið um hjúkrunarheimili