Skírnir - 01.04.2009, Page 59
SKÍRNIR
FORLESTUR AÐ FINNEGANS WAKE
57
orði og öllum hugsanlegum orðsifjum þess („etymology") býr
saga mannkyns í bók Joyce, allar götur frá sjálfu upphafi hins
synduga ástands sem maðurinn er enn ofurseldur og endurtekur
sig í sífellu (sjá Reichert 1990: 47).
Upphaf flæðis Finnegans Wake, í aldingarðinum sjálfum að því
er virðist, hljómar svo:
riverrun, past Eve and Adam’s, from swerve of shore to bend of bay,
brings us by a commodius vicus of recirculation back to Howth Castle
and Environs.
Og stuttu síðar er (synda)fallið klætt í búning orðanna, þótt hér sé
það öðrum þræði „Bygmester Finnegan“ (4.18) sem hrapar niður
af eins konar byggingarstillansa í Dyflinni, og virðist láta lífið2:
The fall (bababadalgharaghtakamminarronnkonnbronntonnerronntuon-
nthunntr-ovarrhounawnskawntoohoohoordenenthurnuk!)
„Here form is content, content is form“ eins og Beckett benti á.
Því þegar betur er að gáð, með öllum þeim lyklum og skýringar-
bókum sem Finnegans Wake fylgja, verður lesandi þess vísari að
ofangreind 100 stafa orðasúpa er einn allsherjar þrumubrestur á
fjölmörgum tungumálum. Joyce var logandi hræddur við eldingar
og þrumugný alla tíð, rétt eins og ómálga forfeður okkar sem enn
höfðu ekki náð að tileinka sér hinn flókna framburð tungumálsins
heldur reiddu sig á hróp og köll til að koma boðum sínum áleiðis.
Þrumugnýr af himnum ofan (skelfilegt óhljóð sem líktist þeirra
eigin boðskiptakerfi) hlaut því að vera rödd æðra máttarvalds sem
ávarpaði þá með þessum hætti. Þrumugnýrinn var því álitinn rödd
guðs.
Með hinum skelfilega þrumugný og brambolti textans við fall
Bygmester Finnegan, sem segja má að boði upphaf núverandi
ástands okkar syndahafanna í trúfræðilegum skilningi, sækir Joyce
til kenninga ítalska heimspekingsins Giambattista Vico. I áhrifa-
2 Finnegan virðist hrapa til dauða síns af stillansanum. Meðan á líkvöku hans (e.
waké) stendur skvettist hins vegar viskíglögg niður í kistuna, og rís þá Finnegan
frá dauðum. Kristgervingin nær þó ekki lengra en það, en eftir stendur nafn
Finnegans — í fleirtölu — í titli verksins.