Skírnir - 01.04.2009, Side 60
58
MAGNÚS SIGURÐSSON
SKÍRNIR
mikilli bók sinni Scienza Nuova (1725) reiðir Vico sig á orðsifjar
og mismunandi birtingarmyndir tungumálsins til að gera grein
fyrir þróun mannlegra samfélaga; aðferð sem Joyce gerir að sinni
í Finnegans Wake þótt með ótal tilbrigðum sé. Gerir Vico ráð fyrir
þremur tímaskeiðum (öld guða, sem þrumugnýrinn er til marks
um, öld hetja og öld manna) sem öll einkennast af mismunandi
beitingu tungumálsins. Tímaskeiðin þrjú skarast og ganga í enda-
lausa hringi, rétt eins og bók Joyce sem hefst með hinu fyrsta
tímaskeiði hins guðlega tungumáls þrumugnýsins hér að ofan, og
bítur loks í skottið á sjálfri sér þegar lokaorðum hennar er skeytt
framan við fyrstu málsgrein bókarinnar:
We pass through grass behush the bush to. Whish! A gull. Gulls. Far
calls. Coming, far! End here. Us then. Finn, again! Take. Bussoftlhee,
mememormee! Till thousendsthee. Lps. The keys to. Given! A way a
lone a last a loved a long the [...] riverrun, past Eve and Adam’s, from
swerve of shore to bend of bay, brings us by a commodius vicus of recir-
culation back to Howth Castle and Environs.
„commodius vicus of recirculation" vísar til Giambattista Vico og
hringkenninga hans, en með svo mörgum hliðar- og aukamerk-
ingum að lesandi getur ekki annað en spurt sig, í forundran, eftir
að hafa ráðfært sig við alla lyklana og skýringarbækurnar: Hafði
höfundur öll þessi ósköp í huga? Slíkar vangaveltur skipta þó harla
litlu máli. Dýnamík textans hefur skapað óþrjótandi túlkunar-
möguleika, og þar við situr, hvort sem Joyce sjálfur leynist á bak
við þá alla eða ekki. Merkingin er aldrei föst heldur ferðast frá
einni orðmynd til annarrar, óræð og stríðin í leik sínum. Það skal
því engan furða þótt lesendur gefist upp, jafnvel áður en þeir
byrja, á annarri eins bók. Of miklar upplýsingar jafngilda engum
upplýsingum. Við örmögnumst strax við fyrstu málsgrein bókar-
innar.
Reyndar kemur það sömuleiðis ekki á óvart, þegar litið er til
baka, að hinar áhrifamiklu og torræðu kenningar franska fræði-
mannsins Jacques Derrida um hinn eilífa skilafrest merkingar-
innar, eilífa færslu eins táknmiðs til annars og þar með óáreiðan-
leika tungumálsins, sækja upprunalega til bókar Joyce og aðferðar