Skírnir - 01.04.2009, Page 64
62
MAGNÚS SIGURÐSSON
SKÍRNIR
(Stoop) if you are abcedminded, to this claybook, what curios of signs
(please stoop), in this allaphbed! Can you rede [...] its world? (18.17-19).
Þannig er spurning höfundar Finnegans Wake um hvort lesendur
geti lesið/borið fram (,,rede“) veröld þessarar leirbókar („clay-
book“) ekki svo ýkja frábrugðin einni af síðustu og kunnustu
hendingum Cantos áður en Pound stakk pennanum niður í síðasta
sinn og gekk frá verki sínu, þá enn ókláruðu, en í ljóðsöng CXVI
spyr höfundur þess mikla verks lesendur sína svo:
I have brought the great ball of crystal;
Who can lift it?
(Pound 1995: 815)
Þá finnast fjölmörg dæmi þess, bæði í Finnegans Wake og Cantos
Pounds, að höfundar innlimi „verkið inn í verkið“ á ýmsan hátt,
til dæmis með því að víkja að tilurð þess, eðli og myndhverfðum
heitum, svo sem leirbók Joyce og kristalsknöttur Pounds hér að
ofan eru góð dæmi um.
Sá grundvallarmunur er þó á tungumáli Pounds og Joyce að
Pound freistar þess iðulega að ydda tungutak sitt til hins ýtrasta á
meðan Joyce leitast þvert á móti við að hlaða hvert orð marg-
ræðni. Orðaleikir, margræðni og tungumál sem vísvitandi er gert
myrkt og tyrfið aflestrar er með öðrum orðum vart að finna í ljóð-
söngvum Pounds, sem eins og áður segir boðaði aðhald og spar-
semi í skáldskaparfræði sinni og ljóðum og svaraði gagnrýni á
óskýrleika verks síns svo:
Hvergi er vísvitandi óskýrleika að finna heldur hina ýtrustu samþjöppun.
Það er ómögulegt að gera hið djúphyggna eins auðskiljanlegt og hið grunn-
hyggna. (Cookson 1981: xix)
Höfundur Cantos — Söngvanna — deilir aftur á móti með Joyce
sérstakri næmni fyrir hrynjandi tungumálsins og hljómfegurð
þess, líkt og sjálft nafn þessa mikla verks ber með sér. Þá lætur
Pound einnig reyna á þolmörk enskrar tungu með sérviskulegum
orðastyttingum, fónetískum rithætti og fyrntu tungutaki, þar sem
þó gætir áhrifa erlendra tungumála, auk þess sem hugvitssamar