Skírnir - 01.04.2009, Page 66
64
SKIRNIR
ar merkingarleysur og bjagaðar ófullgerðar setningar, að öllum
hinum myrku tilvísunum ógleymdum sem vógu upp á móti tak-
mörkuðum orðafjölda nútímaljóðsins með því að leita út fyrir hið
knappa form textans. Sjálf merking Ijóðanna var því oftar en ekki
að finna utan ljóðtextans, í þeim textum þar sem skáldið sjálft
hafði leitað fanga en lét jafnan ógert að benda lesendum sérstak-
lega á.
Hið sama má vitaskuld segja um bók Joyce þar sem reglur
tungumálsins eru ofurliði bornar í hverri setningu og þær svo að
segja hafðar að engu. Um myrkar tilvísanir þarf svo ekki að fjöl-
yrða. Sá grundvallarmunur er þó á verki Joyce og módernískri
ljóðagerð, að á meðan nútímaljóð rúmast oftar en ekki á einni A4-
örk (og stundum nokkur), þá halda Joyce engin bönd. Finnegans
Wake er 628 blaðsíður, í nokkuð stóru broti, en tungumál henn-
ar, vísanir og merking liggur á svo ótalmörgum plönum að ekki er
nokkur leið að gera sér fulla grein fyrir „lengd“ og umfangi bók-
arinnar. Á hinn bóginn gerir hið knappa form módernískrar ljóða-
gerðar að verkum, að lesanda ljóðs er jafnan í lófa lagið að velta
hverjum steini þess við. Gleymum því ekki að jafnvel verk á borð
við Cantos Ezra Pounds hefur verið útskýrt með tilliti til heimilda-
notkunar höfundar á allt að því tæmandi vísu.
Óþrjótanleiki Finnegans Wake gerir lesanda hins vegar ókleift
með öllu að innbyrða bókina í heild sinni (né styttri kafla ef því er
að skipta). Þó kallar verkið á að vera lesið sem heild, enda grund-
vallast Finnegans Wake á eins konar eilífri endurkomu hins sama
þar sem ekkert stendur utan hinnar hringlaga framvindu samfélaga
og manna. Allt kallast á með einum eða öðrum hætti í verki Joyce,
hring eftir hring, án upphafs og endis.
Öfugt við tungumál Joyce er orðaleikur Andra Snæs Magna-
sonar hér að framan því endanlegur, og við njótum hans sem slíks.
Sambærilegir orðaleikir Finnegans Wake eru á hinn bóginn hluti
af dýnamík texta sem á sér ekkert upphaf og engan endi. Við get-
um því ekki notið þeirra á sama hátt, nánar tiltekið út frá merk-
ingu þeirra. Því við komumst aldrei endanlega fyrir merkingu
Finnegans Wake og marglaga texta hennar líkt og Jacques Derrida
benti á og varð fleygt. Viðtökur okkar stjórnast því óhjákvæmi-