Skírnir - 01.04.2009, Side 91
SKÍRNIR
HÖFUNDUR VÖLUSPÁR
89
burðir þá leiknir.8 En kvæðið kann einnig og ekki síður að hafa
verið mælt af munni fram eða sungið við áslátt og undirleik hljóð-
færa.9
2
Völuspá er varðveitt í þremur handritum: Konungsbók Eddu,
Codex Regius, sem talin er frá síðara hluta 13du aldar,10 Hauks-
bók, frá fyrstu áratugum 14du aldar, og að hluta til í Snorra-Eddu
sem varðveitt er í heild í fjórum handritum, þremur skinnhand-
ritum frá 14du öld og einu pappírshandriti frá því um 1600.* 11
Nokkur munur er á þessum textum og telur Jón Helgason þá
óháða hvern öðrum og hvern og einn ritaðan eftir sinni munnlegu
geymd.12 Ef textar Konungsbókar og Hauksbókar eru hvor öðr-
um óháðir og ritaðir hvor eftir sinni munnlegu geymd vekur það
furðu að munur á textunum er ekki meiri en raun ber vitni, enda
bendir Einar Ólafur Sveinsson á að tala megi um eina kvæðisheild
í textum Konungsbókar og Hauksbókar.13 Með ótryggum aðferð-
um textafræðinnar má allt eins færa fyrir því rök að textar Kon-
8 Vésteinn Ólason, íslensk bókmenntasaga I, bls. 89.
9 Ymis Eddukvæði eru án efa samin með leikrænan flutning eða samlestur í huga.
Má nefna Hárbarðsljóð, samtal Þórs og ferjukarlsins, sem er Óðinn í dulargervi,
en einnig má nefna Vafþrúðnismál, Grímnismál, Lokasennu og Þrymskviðu.
10 GKS 2365 4to. Handrit þetta er elsta safn eddukvæða, skrifað á síðari hluta
13du aldar af óþekktum skrifara sem skrifað hefur kvæðin upp eftir enn eldri
handritum sem nú eru týnd. Völuspá er fremst í bókinni. Brynjólfur biskup
Sveinsson (d. 1675) sendi Friðriki III Danakonungi bókina og var hún síðan
varðveitt í bókhlöðu konungs, kallast því Konungsbók, Codex Regius, en frá
1971 varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum í Reykjavík.
11 Eitt merkasta handrit Snorra-Eddu er Konungsbók, GKS 2367 4to, ritað snemma
á 14du öld. Brynjólfur biskup Sveinsson gaf Friðriki III Danakonungi handrit-
ið 1662 og var það í bókhlöðu hans uns það kom aftur hingað til lands 1985.
Talið er að Snorri hafi samið Eddu sína eftir að hann kom frá Noregi 1220.
Aðalhandrit Snorra-Eddu eru fjögur: Konungsbók, Uppsalabók, Ormsbók,
sem eru skinnbækur frá 14du öld, og Trektarbók, pappírsuppskrift frá því um
1600. Konungsbók er nú 55 blöð. Áður en Brynjólfur Sveinsson eignaðist
handritið hafði glatast eitt blað framan af því.
12 Jón Helgason, Eddadigte 12. Kobenhavn, Oslo, Stockholm, 1962, bls. vi.
13 Einar Ólafur Sveinsson, Islenzkar bókmenntir ífornöld. Reykjavík: Almenna
bókafélagið, 1962, bls. 323.