Skírnir - 01.04.2009, Síða 98
96
TRYGGVI GÍSLASON
SKÍRNIR
6
Fræðimenn komu snemma auga á kristin eða biblíuleg áhrif í nor-
rænum fornbókmenntum og hefur mikið verið um það ritað.
Benedikt Gröndal rekur í ritgerð 1892 skoðanir fræðimanna á kristn-
um áhrifum í fornbókmenntum Islendinga.30 Segir hann Runólf
Jónsson fyrstan manna til þess að benda á kristin áhrif í Völuspá, en
Runólfur Jónsson taldi kvæðið eiga rætur að rekja til spádómsbóka
Sibyllu frá Eritreu?'í Sibylla frá Eritreu er talin hafa verið uppi um
500 árum fyrir Krist en spádómsbækur þær, sem við hana eru
kenndar, fjalla m.a. um upphaf heimsins, sögu hans og endalok.
Fræðimenn hafa flestir talið höfund Völuspár hafa verið heið-
inn, eins og kallað er, og kvæðið ort á umbrotatímum heiðni og
kristni. Höfundur hafi haft sýn til margra átta og leitað víða fanga,
eins og mikilhæfir höfundar hafa gert um þúsundir ára, enda er
sýn Völuspár firna víð:
Eg man jötna
ár um borna,
þá er forðum mig
fædda höfðu.
30 Benedikt Gröndal, „Um Sæmundar-Eddu og norræna goðafræði, skoðanir
Bugges og Rydbergs." Tímarit bins íslenzka bókmenntafjelags, 1892, bls. 82-169.
Síðar hafa margir fleiri orðið til þess að benda á hugsanleg tengsl Völuspár við
sibylluhefðina. Má nefna Ursula Dronke, „Myth and Fiction in Early Norse
Lands“, Variorum, 1996. Kees Samplonius, „Sibylla borealis: Notes on the Struc-
ture of V^luspá." Germanic Texts and Latin Models. Medieval Reconstructions.
Peeters 2001. Gro Steinsland, „Myten om fremtiden og den nordiske sibyllen",
Transformasjoner i vikingtid og norren middelalder. Unipub 2006.
31 Runólfur Jónsson fæddist um 1620 að Skeggjastöðum á Langanesströnd en ólst
upp á Möðruvöllum í Eyjafirði, gekk í Hólaskóla og innritaðist í háskólann í
Kaupmannahöfn 1640 og átti viðburðaríka ævi. Hann tók guðfræðipróf 1643
og hélt þá til íslands og varð árið eftir rektor Hólaskóla en sleppti embættinu
1649 og hélt aftur til Hafnar og varð magister pkilosophiœ 1651. Magistersrit-
gerð hans fjallaði um íslenska málfræði og nefndist Linguœ septentirionalis ele-
menta, prentuð í Kaupmannahöfn 1651. Læknirinn og fjölfræðingurinn Ole
Worm (1588-1654) fékk hann til að skrifa málfræði fornmálsins, fyrst Lingure
septentrionalis elementa og síðan Recentissima antiquissimre linguae septentri-
onalis incunabula. Bæði þessi rit voru fyrst prentuð í Kaupmannahöfn árið
1651. Runólfur varð að lokum rektor í Kristiansstad á Skáni, sem þá var enn
hluti af Danmörku, og lést þar 1654 úr pestinni miklu.